Entries by

Vel heppnaður Íþróttadagur

Íþrótta- og fjölskyldudagur Íþróttafélagsins Hamars og Hvergerðisbæjar tókst mjög vel síðastliðinn föstudag og voru fjölmargar fjölskyldur sem lögðu leið sína í Hamarshöll til að skemmta sér í leikjum, þrautum og íþróttum saman. Mikil ánægja var með daginn og verður fjölskyldudagurinn endurtekinn aftur í haust. Gísli Páll Pálsson, framkvæmdarstjóri þvottahúss Grundar og Áss og Pálína Sigurjónsdóttir, […]

Íþrótta- og fjölskyldudagur

Íþrótta- og fjölskyldudagur Hamars og Hveragerðisbæjar verður haldinn föstudaginn, 1. febrúar n.k. frá kl. 16.30-18.30, í Hamarshöllinni. Finnum íþróttaföt fjölskyldunnar og skemmtum okkur saman. Sjá nánar.

Hamar tapaði fyrir Haukum

Hamarsdrengir lutu lægra haldi fyrir Haukum í Hafnarfirði í gær 101-95 þar sem arfaslök byrjun segir allt sem segja þarf. Haukar leiddu 30-8 eftir 1.leikhluta og púðrið fór svo í að minnka muninn allan tímann og varð munurinn minnstur 6 stig (lokastaðan). Sérfræðingum ber ekki alveg saman um hvort liðið er með betri innbirgðis úrslit […]

Hamars stelpur aftur á sigurbraut

Hamars stúlkur skutust í Borgarnes í gær og gerðu góða ferð þar sem þær hristu af sér rikið frá Valsleiknum og unnu heimastúlkur 61-79.  Þrátt fyrir slaka byrjun Hamars og góða byrjun Skallagríms þá létu okkar stelpur ekki slá sig út af laginu. Skallagrímur komst í 9-0 og 15-6 en næstu 15 stig voru Hamars […]

Valur hafði betur í bikarnum

Kvennalið Hamars mátti sín lítils gegn úrvalsdeildarliði Vals í Powerade-bikarnum í körfubolta en nokkuð stórt tap skyggði ekki á gleðina og baráttuna hjá heimamönnum sem voru á köflum mjög óheppnar með skot sín. Valsliðið mætti mjög vel stemmt til leiks og kláraði leikinn í fyrri hálfleik vel stutt af fyrirmyndar fylgdarsveit. Kannski of stórt tap […]

Jóna Guðrún og Kristrún Rut í fréttum ytra

Tvær ungar Hamars-stúlkur stunda nám í vetur í Bandaríkjunum og þar stunda þær einnig körfuboltann sem þær hafa lært af Daða, Sóley og fleiri þjálfurum okkar í gegnum yngri flokkana. Þær Jóna Guðrún Baldursdóttir og Kristrún Rut Antonsdóttir fóru sl. haust á vegum International Experienceskiptinemasamtakana á vit ævintýranna. Þær hafa staðið sig vel í körfunni og vakið […]

Elva Björg er Sundmaður Hamars 2012

Elva Björg Elvarsdóttir er sundmaður ársins 2012 hjá sunddeild Hamars. Elva er frábær sundmaður sem við væntum mikils af í framtíðinni. Á árinu 2012 fór Elva að æfa mun meira en hún hafði gert fram að því og hefur bætt sig gríðarlega. Hún er frábær félagi og fyrirmynd. Jákvæð og getur náð langt ef hún […]

Hamar fékk Val í bikarnum!

Það er ljóst að það verður heimaleikur gegn Gústa og Valskonum þann 25. eða 27.janúar nk. í 4-liða úrslitum Powerade bikarsins. Dregið var í dag í höfðustöðvum Coka-Cola á Íslandi en í hinni viðureigninni mætast Snæfell og Keflavík í Hólminum. Enn á eftir að fastsetja leiktíma! Hér má sjá viðtal við Gústa Björgvins um leikinn en hann […]

Tap hjá strákunum, sigur hjá stelpunum

Hamars strákar lágu fyrir skotglöðu lið i FSu á föstudaginn, 101-87 á Selfossi þar sem okkar menn sáu á eftir 2 stigum með slælegri byrjun. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 34-14 og ekki skal af FSu drengjum tekið að þeir hittu óhemju vel utan teigs, skoruðu í allt 17 3ja stiga og þegar á reyndi fékk Hollis […]

Hamar í 4 liða úrslit eftir sannfærandi sigur

Hamar fékk Stjörnuna í heimsókn og nokkur spenna í húsinu í Hveragerði um það hvort liðið kæmist í 4-liða úrslit Powerade bikarkeppninnar í ár. Í ljós kom að Hamar var klárlega betra liðið þetta kvöld og uppskáru öruggan sigur 86-60 og Hamar fyrst liða í 4 liða úrslitin í ár.   Kjartan Stjörnu-þjálfari veikur heima en þær […]