Elva Björg Elvarsdóttir er sundmaður ársins 2012 hjá sunddeild Hamars. Elva er frábær sundmaður sem við væntum mikils af í framtíðinni. Á árinu 2012 fór Elva að æfa mun meira en hún hafði gert fram að því og hefur bætt sig gríðarlega. Hún er frábær félagi og fyrirmynd. Jákvæð og getur náð langt ef hún heldur áfram á sömu braut. Við óskum Elvu Björgu innilega til hamingju með titilinn.