FJÖLGREINAFYRIRKOMULAG HAMARS
BREYTT FYRIRKOMULAG ÍÞRÓTTA BARNA Í 1.-2.BEKK

Greinarnar 2023-2024
Badminton
Blak
Fimleikar
Fótbolti
Körfubolti
Sund

Fyrirkomulagið

Haustönn og vorönn
Upphaf og lok fylgja skóladagatali.
Æft 1x í viku í greinum að eigin vali.
2 vikur í upphafi tímabils „frjálsar“ til að geta prufað allar greinar og valið að þeim loknum.

Allar deildir Hamars eru þátttakendur í verkefninu og bjóða þær allar upp á eina æfingu í viku fyrir þennan aldurshóp fyrir eitt verð, óháð því hvort að börnin æfi eina grein/æfingu eða 6 greinar/æfingar í viku.

Mælst til að velja ekki fleiri en 3-4 greinar til að halda æfingaálagi skynsamlegu og gefa börnunum mikilvægan tíma fyrir frjálsan leik.
Hægt að skipta um greinar um áramót.
Hægt að stunda allar greinar án þess að æfingar skarist.
Hvers vegna að breyta? Hvert er markmiðið?

Breyttar húsnæðisaðstæður félagsins gerðu það að verkum að hugsa þurfti úthlutun tíma í íþróttahúsinu við Skólamörk upp á nýtt.
Síðastliðin ár hefur reglulega verið rætt um að koma á laggirnar einhverskonar íþróttaskóla hjá yngstu iðkendum okkar.

Við ákváðum að setja verkefnið í forgang, horfa á íþróttaiðkunina út frá börnunum og sjá tækifærin í breyttum aðstæðum.

“Allir með” verkefni íþróttafélagsins Hattar á Egilsstöðum er fyrirmynd þessara breytinga en fyrst og fremst erum við að færa starfið í takt við stefnu ÍSÍ varðandi íþróttaiðkun yngstu grunnskólabarna.

Við viljium bjóða börnum upp á fjölgreina þjálfun og hvetja þau til að reyna ólíkar íþróttagreinar.

Þannig jöfnum við tækfærin fyrir öll og stuðlum að fjölbreyttri þjálfun barna með það að markmiði að auka hreyfifærni, gleði og þátttöku.

Æfingagjöld

Kostnaður fyrir önn er 29.000 kr, 58.000kr fyrir skólaárið, óháð fjölda greina sem barnið velur sér.
Athygli er vakin á því að frístundastyrkur Hveragerðisbæjar er 32.000kr á ári.
Hverjar eru breytingarnar?

Börnum í 1.-2. bekk gefst nú kostur á að velja að iðka fleiri en eina íþróttagrein á jafningjagrundvelli, óháð ytri aðstæðum eins og fjárhag fjölskyldna, utanaðkomandi þrýstingi, bakgrunni eða öðrum ástæðum.

Við viljum sporna við ótímabæru brottfalli.

Helstu ástæður brottfalls:
Íþróttin tapar „skemmtanagildi“ sínu.
Kvíði vegna pressu frá foreldrum og þjálfurum.
Skortur á tíma fyrir félagslíf/önnur áhugamál.
Líkamleg meiðsli.
Þjálfun of markviss of snemma, ekki nægur „frjáls leikur“.

Mælum með að lesa bækling ÍSÍ “Íþróttir-barnsins vegna” á heimasíðu ÍSÍ.