Hamar hrúgaði inn verðlaunum á Unglingameistaramóti UMFA um helgina. 

Úlfur Þórhallson vann tvö silfur í U17A í einliða- og í tvíliðaleik með Ástþóri Gauta Þorvaldssyni TBR. Rakel Rós Guðmundsdóttir sigraði einliðaleik í U17 og fékk silfur með Rebekku Einarsdóttur í tvíliðaleik. Rebekka keppti upp fyrir sig í tvíliðaleik en vann svo tvö gull í sínum flokki U15B í einliða- og tvenndarleik. Hún sigraði tvenndarleikinn með Vilhjálmi Hauk Leifs Roe. Vilhjálmur sigraði sömuleiðis tvíliðaleik ásamt Birgi V. Kristinssyni úr BH.

Hugrún Björk Erlingsdóttir, Matthías Þór Eyþórrson, Arnfríður Óladóttir og Hulda María Hilmisdóttir lentu öll í 3 sæti í U15B flokknum. Natan Rafn Valkyrjuson og Sigurbjörn Friðriksson lentu í 3ja sæti í U13B. 

Íris Þórhallsdóttir fékk eitt gull og tvö silfur í U13B. Silfur í einliðaleik og í tvíliða með Aldísi Davíðsdóttur úr TBR og svo gull í tvenndarleik með Nam Quoc Nguyen úr KR. En Íris og Sigurbjörn eru enn í U11 en fengu að keppa upp fyrir sig í þessu móti þar sem ekki var keppt i þeirra aldursflokki.

Virkilega góður árangur Hamarskrakkanna – framtíðin er björt. ÁFRAM HAMAR!!!

Öll úrslit og leiki má finna hér.