Helgin 3.-4. september fór fram seinni helgin í forvali fyrir yngri landslið í körfuknattleik hjá krökkum fæddum 2002. Að þessu sinni mættu fjórir krakkar frá körfuknattleiksdeild Hamars og stóðu sig að sjálfsögðu með eindæmum vel, nú tekur við keppnistímabil hjá krökkunum þar sem þau fá frekari tækifæri á að láta ljós sitt skína og vonandi komast þau sem flest í næsta val sem fram fer um jól 2016.