Hamarsmenn héldu í kvöld vestur á firði til þess að etja kappi við lið Vestra frá Ísafirði. Liðin voru jöfn að stigum í 5-6 sæti deildarinnar og búin að vinna sitthvorn leikinn í vetur. Innbyrgðis viðureignin undir og einnig kæmist sigurliðið í þægilega stöðu uppá framhaldið í baráttunni um fimmta og síðasta sætið í úrslitakeppnina.
Hamarsmenn mættu mun stemmdari til leiks og komust í 2-10 eftir tvær og hálfa mínútu. Vestramenn virtust slegnir útaf laginu og ógnuðu Hamarsmönnum aldrei eftir þetta. Hamarsliðið var að spila gríðarlega fallegan sóknarbolta og létu boltann ganga á milli manna þar til galopin skot fundust. Þeir pressuðu svo heimamenn stíft og uppskáru 19 stiga forskot að loknum 1.leikhluta 13-32.
Hlutirnir breytust lítið í öðrum leikhluta en þar skorðuð Vestramenn 12 stig gegn 26 frá Hamri og staðan í hálfleik 25-58. Erlendur var atkvæðamestur í fyrri hálfleik með 19 stig.
Hamarmenn jóku við forskotið og leiddu mest með 40 stiga mun áður en Vestramenn settu niður nokkur skot. Hamarmenn svöruðu hinsvegar bara aftur og Erlendur setti niður þrist undir lok leikhlutans staðan 45-84.
Fjórði leikhlutinn var því bara spilaður uppá formsatriðið þar sem útkoman var löngu ráðinn. Hamarmenn slökuðu aðeins á þeim leikhluta og unnu þeir hann með 7 stigum. Lokatölur leiksins voru því 65-111. Erlendur Ágúst var maður leiksins með 31 stig og 4 fráköst en allt liðið spilaði stórkostlega í kvöld.
Aðrir voru Chris Woods 28stig 8.fráköst, Örn 16 stig , Snorri 16 stig, 6 fráköst, Hilmar 7 stig, Oddur 4 stig 7 stoðsendingar 5 stolnir, Björn 4 stig, Smári 3 stig, Rúnar 2 stig 4 fráköst.
Hamarmenn eru því komnir með 8 sigra í deildinni og 11 töp. Vestramenn skilja þeir svo eftir með 7 sigra og 12 töp, og þurfa því Vestramenn að vinna tveimur fleiri leiki en Hamarmenn í síðust fimm útaf innbyrgðis viðureigninni. Nágrannar Hamars í FSu eru því þeir sem eiga hvað mestan séns í að ná 5 sætinu af Hamri en þau lið mættast einmitt í síðustu umferðinni 10.mars. Næsti leikur Hamars er hinsvegar eftir viku gegn botnliði deildarinnar Ármanni sem á enn eftir að vinna leik.

5.sæti Hamar 8-11  16 stig
6.sæti Vestri 7-12  14 stig
7.sæti FSu 7-13  14 stig
Umfjöllun: Ívar Örn
Mynd: Sunnlenska.is