Tilkynning frá Íþróttafélaginu Hamri
Vegna slæmrar veðurspár og tilkynninga frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur Íþróttafélagið Hamar tekið ákvörðun um að fella niður æfingar hjá öllum deildum Íþróttafélagsins Hamars í dag, mánudaginn 7. desember.

 

Íþróttafélagið Hamar hvetur alla til að fylgja eftir tilkynningu Al­manna­varna­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra þar sem ekki sé ráðlegt að vera á ferðinni eft­ir klukk­an 12 á há­degi í dag á suðurlandi. Á öðrum stöðum á land­inu, og þar með talið á höfuðborg­ar­svæðinu, er ráðlegt að vera ekki á ferðinni eft­ir klukk­an 17.