Sameiginlegt lið Hamars og Hrunamanna í 7. flokki stúlkna náði þeim frábæra árangri um helgina að lenda í 3. sæti Íslandsmótsins. Stúlkurnar spiluðu lokamótið í A-riðli, í Grindavík, þar sem þær sigruðu lið Njarðvíkur (44-35) og Njarðvíkur b (25-24) eftir framlengingu í æsispennandi leik. Stelpurnar töpuðu fyrir Íslandsmeisturum Keflavíkur (48-23) og Grindavík (41-29) sem hafnaði í öðru sæti.

Innilega til hamingju með þennan frábæra árangur stelpur, þið megið vera stoltar af ykkur!Hruna:Hamar1

Liðið um helgina var skipað þeim Estellu Nótt, Gígju Marín, Helgu Sóleyju, Kristjönu, Valgerði, Margréti Lilju, Unu Bóel, Önnu Birtu, Perlu Maríu, Eddu Guðrúnu, Glódísi Rún (vantar á mynd), Helgu Sólveigu (vantar á mynd) og Gunnhildi Fríðu (vantar á mynd).