Hin unga og efnilega fimleikakona, Hekla Björt Birkisdóttir, var kjörin íþróttamaður ársins í hófi menningar, íþrótta og frístundanefnar Hveragerðisbæjar. Hekla Björt var Íslands- og deildarmeistari í fullorðinsflokki í hópfimleikum, með blönduðu liði Selfoss. Hún var valin í landslið U18 ára blandað lið Íslands í hópfimleikum sem tók þátt í mjög sterku Evrópumóti í Slóveníu og lenti liðið í 3. sæti. Hún var lykilmaður í liði Íslands og keppti á öllum áhöldum. Hekla Björt hefur stundað fimleika hjá fimleikadeild Selfoss í nokkur ár, en áður var hún í fimleikadeild Hamars. Hekla Björt hefur tekið miklum framförum í greininni síðustu ár og er orðin ein af fremstu fimleikakonum landsins.

Frítt er að æfa til 13. Sept. Þeir sem verða búnir að skrá fyrir 20. Sept fá fimleikabol/stuttbuxur þegar búið er að ganga frá greiðslu.
Eftir þessa viku sjaum við hversu margir koma til með að æfa í vetur og þá getum við þurft að gera einhverjar breytingar með tilliti til fjölda iðkenda og þjálfara.

 

Æfingagjöld veturinn 2015-2016 – takið eftir að um er að ræða gjald fyrir fyrir allan veturinn sept til maí.
Stubbaleikfimi 9 vikna námskeið 7000kr (hefst 10.okt)
T8 25.000kr
T7 36.000kr
T6 48.000kr
T5 48.000kr
T4 56.000kr
T3 56.000kr
TS 53.000kr
T2 76.000kr
T1 76.000kr


Innifalið í iðkendagjöldum (ekki stubbaleikfimi) er fimleikabolur/stuttbuxur fyrir þá sem skrá og ganga frá greiðslu fyrir 20. september.

Hlökkum til að sjá ykkur

 

Aðalfundur fimleikadeildarinnar verður haldinn þriðjudaginn 9. desember kl. 18 í fundarherbergi Hamars (gengið inn hjá Crossfit Hengli og strax til hægri).


Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.


Breytingar verða á stjórn svo þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í starfinu eru hvattir til að mæta og aðrir sem aðeins vilja kynna sér starfið eða koma með hugmyndir og tillögur eru velkomnir.

 

 

Fimleikadeildin undirbýr að kappi jólasýninguna. Iðkendur deildarinnar eru orðnir mjög spenntir og eftirvæntingin orðin mikil. Þemað í ár er FROZEN.
Sýningin verður fimmtudaginn 4. desember n.k. svo endilega merkið í dagbókina ykkar!

Hlökkum til að sjá ykkur öll,
Þjálfarar og stjórn!

images

Næsta laugardag, 18. janúar kl. 11 fer fimleikadeildin í dósasöfnun hér í bænum og eru allir sem vettlingi geta valdið eru beðnir um að mæta í áhaldahús bæjarins (við hliðina á slökkvistöðinni) á þessum tíma.

Krakkarnir fara í hús og biðja um dósir/plastflöskur/glerflöskur en foreldrar þurfa bæði að keyra þau og sjá um að telja þetta í áhaldahúsinu.

Nokkrir foreldrar hafa tekið að sér að vera umsjónaraðilar og verða í áhaldahúsinu til að úthluta götum og verkefnum. Boðið verður upp á smá hressingu. Ef þátttaka er góð gengur þetta hratt og vel fyrir sig 

Með von um að sjá sem flesta,

Stjórn fimleikadeildar Hamars

Alls tóku 16 keppendur frá Hamri þátt á Íslandsmóti í Stökkfimi sem fram fór síðustu helgi í Dalhúsum, Grafarvogi í umsjá Fjölnis. Keppendur frá Hamri voru á aldrinum 9-16 ára. Tvær stúlkur í 9 ára B, sex stúlkur í 10 ára B, tvær stúlkur í 11 ára B, ein stúlka í 12 ára B, tvær stúlkur í 11-12 ára A, ein stúlka í 14 ára B, ein stúlka í 15-16 ára A og einn strákur í 9-12 ára B. Allir keppendur stóðu vel og voru 5 keppendur sem komust í verðlaunasæti. 

Bestum árangri náði Dröfn Einarsdóttir í flokki 14 ára B, sem hafnaði í 2.sæti á bæði trampólíni og dýnu og sigraði síðan í samanlögðum stigum. Birta Marín Davíðsdóttir hafnaði í 3.sæti á trampólíni og í 4.sæti í samanlögðum stigum í flokki 11-12 ára A. Einnig hafnaði Eyjólfur Örn Höskuldsson í 3.sæti á trampólíni í flokki 9-12 ára B. Sigrún Tinna Björnsdóttir og Kolbrún Rósa Gunnarsdóttir lentu saman í 8.sæti í samanlögðu í flokki 10 ára B en þegar keppendur voru yfir 30 í flokk voru gefin verðlaun fyrir 10 efstu sætin í samanlögðum stigum.

Frábær árángur hjá duglegum fimleikakrökkum !

Óskum öllum til hamingju með gott mót  

http://www.facebook.com/fimleikar.hamar

Accademia Acrobatica – Æfingaferð til Ítalíu

Fimleikadeild Hamars fór með elsta hóp deildarinna í æfingaferð til Ítalíu síðastliðinn Read more

HSK mótið í Fimleikum verður haldið laugardaginn 16. mars hér í Hveragerði.

Fimleikadeild Hamars mun því halda mótið Read more

Páskafrí verður hjá Fimleikadeild Hamars samhliða Grunnskólanum í Hveragerði eins og hér segir; 23.03.2013 – 03.04.2013. Allar æfingar falla niður á meðan fríinu stendur, nema þjálfari hóps tilkynni eitthvað annað.

 

Bkv,

Stjórn og þjálfarar

Dagskrá:

Hefðbundin aðalfundarstörf

Önnur mál

  

Óskum eftir áhugasömum foreldrum/forráðamönnum til að starfa í stjórn.

Allir velkomnir!

 

Stjórn fimleikadeilar Hamars