Alls tóku 16 keppendur frá Hamri þátt á Íslandsmóti í Stökkfimi sem fram fór síðustu helgi í Dalhúsum, Grafarvogi í umsjá Fjölnis. Keppendur frá Hamri voru á aldrinum 9-16 ára. Tvær stúlkur í 9 ára B, sex stúlkur í 10 ára B, tvær stúlkur í 11 ára B, ein stúlka í 12 ára B, tvær stúlkur í 11-12 ára A, ein stúlka í 14 ára B, ein stúlka í 15-16 ára A og einn strákur í 9-12 ára B. Allir keppendur stóðu vel og voru 5 keppendur sem komust í verðlaunasæti. 

Bestum árangri náði Dröfn Einarsdóttir í flokki 14 ára B, sem hafnaði í 2.sæti á bæði trampólíni og dýnu og sigraði síðan í samanlögðum stigum. Birta Marín Davíðsdóttir hafnaði í 3.sæti á trampólíni og í 4.sæti í samanlögðum stigum í flokki 11-12 ára A. Einnig hafnaði Eyjólfur Örn Höskuldsson í 3.sæti á trampólíni í flokki 9-12 ára B. Sigrún Tinna Björnsdóttir og Kolbrún Rósa Gunnarsdóttir lentu saman í 8.sæti í samanlögðu í flokki 10 ára B en þegar keppendur voru yfir 30 í flokk voru gefin verðlaun fyrir 10 efstu sætin í samanlögðum stigum.

Frábær árángur hjá duglegum fimleikakrökkum !

Óskum öllum til hamingju með gott mót  

http://www.facebook.com/fimleikar.hamar