Skráningar fyrir sunddeildina fara fram í Sportabler-kerfi Hamars.

Boðið er upp á þrjá möguleika til skráningar í sunddeildina, heilt tímabil, haustönn og vorönn.

Flugfiskar (1. – 2. bekkur):

Þessir krakkar eru í fjölgreinaþjálfun, þar sem þeir fá einn tíma á viku í sundi. Sundið er á föstudögum, strax eftir skóla og mun starfsmaður Hveragerðisbæjar fylgja þeim börnum, sem skráð eru í sunddeildina, úr skóla á æfinguna á föstudögum. Athugið, það er önnur skráning í Sportabler fyrir þennan hóp frá Íþróttafélaginu Hamri.

Selir (3. – 5. bekkur):

Heilt tímabil: 55.000 kr. fyrir september til júní  (hægt að skipta niður á 9 greiðslur)

Haustönn: 25.000 kr. fyrir 1. sept. til 31. des.  (hægt að skipta niður á 4 greiðslur).

Vorönn:  30.000 kr. fyrir 1. jan. til 31. jún. (hægt að skipta niður á 5 greiðslur)

Höfrungar (6. bekkur og eldri): 

Heilt tímabil: 75.000 kr. fyrir september til júní  (hægt að skipta niður á 9 greiðslur)

Haustönn: 33.000 kr. fyrir 1. sept. til 31. des.  (hægt að skipta niður á 4 greiðslur).

Vorönn:  42.000 kr. fyrir 1. jan. til 31. jún. (hægt að skipta niður á 5 greiðslur)

Innifalið í æfingagjöldum: Einstaklingsmiðuð þjálfun, keppnisgjöld á hérðasmótum og aldursflokkamótum HSK, gjöld til HSK og Sundsambands Íslands auk ýmissa viðburða sem sunddeildin stendur fyrir fyrir iðkendur, s.s. kertasund, páskasund og vorferð. Að auki fá þeir iðkendur sem skrá sig fyrir 1. október nk. vönduð sundgleraugu frá sunddeildinni.

Boðið er upp á greiðsludreifingu ´í Sportabler-kerfinu. Ef óskað er eftir því að fá greiðsluseðil í heimabanka þarf að hafa samband við gjaldkera/formann sunddeildar. 

Systkina- og fjölgreinaafsláttur reiknast sjálfkrafa við skráningu í námskeið í skráningarkerfi Hamars. Allir iðkendur þurfa að vera skráðir í Sportabler-skráningarkerfið til að systkina- eða fjölgreinaafslættir reiknist rétt. Við minnum jafnframt á frístundastyrk Hveragerðisbæjar, en til þess að geta nýtt hann verða æfingagjöld að vera að fullu greidd.

Ef einhver vandræði eru við skráningu iðkenda á æfingar er hægt að fá aðstoð með því að hafa samband við formann eða gjaldkera sunddeildar.