AÐALFUNDUR 2024

FUNDARBOÐ

Íþróttafélagið Hamar heldur aðalfund í Grunnskólanum í Hveragerði

Mánudaginn 11. mars 2024 kl. 20:00

Fundarefni:

  1. Fundur settur.
  2. Kosinn fundarstjóri og fundarritari.
  3. Farið yfir ársskýrslu félagsins.
  4. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar.
  5. Umræður um skýrslu formanns og gjaldkera og reikningar félagsins bornir upp til samþykktar.
  6. Verðlaunaafhending og kjör íþróttamanns Hamars.
  7. Lagabreytingar.
  8. Gjaldkeri leggur fram fjárhagsáætlun aðalstjórnar til samþykktar og deilda til staðfestingar.
  9. Stjórnarkjör.
  10. 10.Skoðunarmenn kosnir.
  11. 11.Önnur mál.

Verið velkomin

Stjórnin

Gleðilegt nýtt ár! Það eru væntanlega ófáir sem hafa strengt þess heit eftir konfektgraðk jólanna að huga að heilsunni, og því ekki úr vegi að kíkja í ræktina hér í heimabyggð.

Skráning í Laugasport og Hamarsport fer fram í gegnum Sportabler – Laugasport hér Hamarsport hér.

Hér má svo sjá verðskránna fyrir Laugasport –

Og hér er Hamarsport –

Stundaskrá Hamarsports má svo sjá hér –

Hlökkum til að sjá ykkur í ræktinni!

FUNDARBOÐ

Íþróttafélagið Hamar heldur aðalfund í Grunnskólanum í Hveragerði

sunnudaginn 26. mars 2023 kl. 20:00

Fundarefni:

  1. Fundur settur.
  2. Kosinn fundarstjóri og fundarritari.
  3. Farið yfir ársskýrslu félagsins.
  4. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar.
  5. Umræður um skýrslu formanns og gjaldkera og reikningar félagsins bornir upp til samþykktar.
  6. Verðlaunaafhending og kjör íþróttamanns Hamars.
  7. Kaffihlé
  8. Lagabreytingar.
  9. Gjaldkeri leggur fram fjárhagsáætlun aðalstjórnar til samþykktar og deilda til staðfestingar.
  10. Stjórnarkjör.
  11. Skoðunarmenn kosnir.
  12. Önnur mál.

Verið velkomin

Stjórnin

Íþróttafélagið Hamar bíður foreldrum iðkenda á fyrirlesturinn Foreldrið er lykilleikmaður. Fyrirlesarinn er Hreiða Haraldsson í Haus hugarþjálfun en hann er íþróttasálfræðiráðgjafi. Fyrirlesturinn verður mánudaginn 6. febrúar í sal Grunnskólans og byrjar klukkan 20:00. Húsið opnar 19:30.

Þessi fyrirlestur fjallar um það hvernig foreldrar geta stutt við börn sín í íþróttum þannig að börnin dragi sem mestan lærdóm af íþróttaiðkun sinni og tileinki sér sem mest af þeirri lífsleikni sem íþróttirnar kenna okkur.

Meðal spurninga sem fyrirlesturinn svarar eru:

* Hvernig styð ég sem best við íþróttaiðkun barnsins míns?
* Hvernig get ég stuðlað að því að barnið mitt verði andlega sterkur einstaklingur?
* Hvert er mitt hlutverk sem foreldri?
* Hver eru takmörk míns hlutverks sem foreldri?

Fyrirlesturinn er 45-60 mínútur og er ætlaður foreldrum barna og unglinga í íþróttum.

Við hvetjum alla foreldra til að mæta.
Hægt er að lesa meira um Haus hugarþjálfun á haus.is

Bestu kveðjur,

Stjórn Íþróttafélagsins Hamars.

Viðburðurinn á facebook:

https://www.facebook.com/events/641645057718135/?ref=newsfeed

Nú eru skólarnir að fara af stað og þá er um að gera að koma sundinu í gang.

Maggi mun byrja með sundæfingar á morgun, þriðjudaginn 23. ágúst hjá nemendum í 3. bekk og eldri. Nemendur í 3. – 5. bekk mæta kl. 16 og nemendur í 6. bekk og eldri mæta kl. 16:30 á morgun.

Nemendur í 1. og 2. bekk geta mætt á æfingu á föstudaginn 26. ágúst kl. 12:45.

Æfingatímar Sunddeild Hamars veturinn 2022-2023

Sundæfing fyrir 1. og 2. bekk:

Föstudagur kl. 12:45 – 13:30

Íþróttafélagði Hamar er að fara af stað með nýtt verkefni fyrir krakka í 1. og 2. bekk í vetur. Þar munu þau geta skráð sig í nokkurs konar íþróttaskóla og ná þá að æfa og kynnast enn fleiri íþróttum. Fyrir þennan aldur verður ein sundæfing í boði á viku. Þetta verður kynnt nánar af forráðamönnum Íþróttafélagsins Hamars fljótlega.

Yngri hópur (3. – 5. bekkur):

Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16-16:45, föstudaga frá kl. 13:30 – 14:15.

Eldri hópur (6. bekkur og eldri):

Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16:30 – 18:00, föstudaga kl. 13:30 – 14:30

Hlökkum til að sjá sem flesta í sundlauginni og við minnum á að allir krakkar geta mætt á sundæfingar nú í byrjun til að prufa.

Bestu sundkveðjur frá stjórn og þjálfara.

Hamarsmenn leika stórt hlutverk í karlalandsliði Íslands í blaki sem er á leið í undankeppni Evrópumótsins. Hafsteinn og Kristján Valdimarsynir og Ragnar Ingi Axelsson sem allir léku lykilhlutverk í liði Hamars á síðustu leiktíð eru í leikmannhópnum. Auk þeirra er nýráðinn þjálfari liðsins, Tamas Kaposi, aðstoðar landsliðsþjálfari.

Íslenska liðið leikur í D-riðli þar sem það mætir Portúgal, Lúxembourg og Svartfjallalandi heima og að heiman. Heimaleikir liðsins fara fram í ágúst og verða leiknir í Digranesi.

Leikjaplan liðsins má sjá hér fyrir neðan:

07.08.2022 15:00 Iceland – Luxembourg
14.08.2020 15:00 Iceland – Montenegro
21.08.2022 15:00 Iceland – Portugal

Nú fer að styttast í að Úrvalsdeildin í blaki hefjist og eru þrefaldir meistarar Hamars frá síðasta tímabili á fullu að fá mynd á leikmannahópinn fyrir komandi tímabil. Fjórir erlendir leikmenn sem léku með liðinu á síðasta tímabili, þeir Tomek Leik, Damian Sapor, Jakub Madej og spilandi þjálfarinn Radoslaw Rybak, verða ekki með liðinu í vetur og því ljóst að töluverðar breytingar verða á leikmannahópnum.

Þegar er búið að fylla í skarð tveggja leikmanna og þjálfarans. Hamar samdi á dögunum við uppspilarann Hubert Lasecki og kantmanninn Marcin Grasza, en þeir eru báðir frá Póllandi. Hubert verður 23 ára á árinu en hann spilaði síðast með Olsztyn 2 í Póllandi. Marcin er 24 ára og spilaði með Ishøj Volley í Danmörku. Fyrr í sumar samdi Hamar við þjálfarann Tamas Kaposi frá Ungverjalandi, en hann tekur við keflinu af Rybak sem spilandi þjálfari.

Framundan er seinna sundnámskeið barna nú í sumar.

Það byrjar mánudaginn 11. júlí og stendur til 22. júlí. Kennt verður fyrir hádegi (10 skipti, 35 mín.).

Krakkar fædd 2018 og eldri eru velkominn á námskeiðið.

Námskeiðsgjald 18.000 kr. og greiðist það í fyrsta tíma.

Leitast verður við að raða krökkunum niður eftir getu og aldri.

Krakkar á skólaaldri eru velkomin, það er pláss fyrir alla. Upplagt til að skerpa sundtæknina.

Kennslu annast Magnús Tryggvason íþróttafræðingur og sundþjálfari.


Skráning og allar nánari upplýsingar: Magnús Tryggvason s. 898 3067 og maggitryggva@gmail.com

Með sundkveðju,

Sunddeild Hamars

Inngangur

Íþróttafélagið Hamar hefur nú verið án Hamarshallarinnar síðan í febrúar á þessu ári. Síðan þá hefur Íþróttafélagið Hamar unnið með bæjaryfirvöldum að því verkefni að sambærileg aðstaða eða betri yrði komið á legg eins fljótt og auðið er, því við erum í kapphlaupi við tímann ef við ætlum ekki að sjá fram á stórlega skaðað íþróttastarf í Hveragerði næstu árin. 

Það er samfélagsleg ábyrgð okkar, Hamars og Hveragerðisbæjar, að halda uppi íþróttastarfi fyrir bæjarbúa og hjá Íþróttafélaginu Hamri starfa hundruðir sjálfboðaliða sem hafa lagt sitt af mörkum til að svo sé í dag. 

Það er gríðarlega mikilvægt fyrir lýðheilsu íbúa Hveragerðis að við fáum upp viðunandi aðstöðu sem fyrst, að uppbygging á íþróttaaðstöðu haldi áfram og verði bæjarfélaginu til sóma.  Hveragerði hefur lagt mikið upp úr að vera heilsueflandi samfélag en í dag er erfitt að halda uppi þeim stimpli þar sem aðstaða til íþróttaiðkunar er tekin aftur um 10 ár með falli Hamarshallarinnar. Þannig verður staðan þangað til Hamarshöllin rís aftur og því lengur sem hún liggur niðri, því erfiðara verður fyrir okkur að koma starfinu á sama stall aftur. Margir hagsmunahópar sitja nú eftir með sárt ennið þar sem Hamarshöllin þjónustaði mjög fjölbreyttan hóp á öllum aldri en auk Íþróttafélagsins Hamars var aðstaða fyrir golfiðkun, gönguhópa, eldri borgara auk þess sem ýmsir viðburðir skiluðu tekjum fyrir deildir Hamars og aðra í okkar nærumhverfi. 

Íþróttafélagið Hamar á sér langa sögu í okkar samfélagi en félagið fagnar 30 ára afmæli á þessu ári. Í stað þess að fagna og vera stolt af okkar aðstöðu þá er félagið nú á óvissutímum. Engar fregnir berast af því hverjar áætlanir nýs meirihluta eru varðandi uppbyggingu íþróttastarfs þótt sóst sé eftir því. Horfa verður bæði til skamms og langs tíma í senn, nú er tíminn til að reisa Hamarshöllina eins fljótt og auðið er jafnframt því sem við þurfum að vinna í stefnumótun og byggja upp íþróttastarfið til framtíðar. Samráð og samtal þarf að eiga sér stað og vonumst við til að farsælt samstarf bæjarfélagsins og íþróttafélagsins haldi áfram að vaxa og dafna. Íþróttafélagið Hamar telur 6 deildir og áhyggjur deildanna snúa að okkar iðkendum, þjálfurum og sjálfboðaliðum sem stóla á félagið því án aðstöðu í haust/vetur mun íþróttastarfið okkar bera stóran skaða, sjálfboðaliðum mun fækka, þjálfarar hverfa og iðkendur hætta eða fara í önnur félög.

Íþróttafélagið biður um svör við eftirfarandi spurningum:

  1. Í nýjum málefnasamningi meirihlutans kemur fram: “Skoða kosti varðandi uppbyggingu Hamarshallarinnar og annarra íþróttamannvirkja” Má skilja þetta sem svo að nýr meirihluti hafi ekki tekið ákvörðun um viðbrögð vegna falls Hamarshallarinnar ennþá? Ef svo er, hvenær megum við eiga von á því að sjá einhverja niðurstöðu í því?
  2. Mun Hamarshöllin rísa aftur í haust/vetur? Ef svo er, hvernig er áætlunin um endurreisn hennar? Ef  svo er ekki, þá biðjum við um að fá upplýsingar hið fyrsta hvert planið er svo við getum skipulagt okkur skv. því.
  3. Íþróttafélagið Hamar hefur óskað eftir fundi með nýjum meirihluta síðan úrslit kosninga voru ljós. Hvenær á Íþróttafélagið von á því að fá fundi með nýjum meirihluta og beina aðkomu að málefnum Hamarshallarinnar og Íþróttafélagsins eins og óskað hefur verið eftir?
  4. Íþróttafélagið Hamar er stærsti einstaki hagsmunaaðili í Hveragerði þegar kemur að uppbyggingu íþróttamannvirkja. Mun nýr meirihluti forgangsraða verkefnum sem snerta það beint í samráði við Íþróttafélagið (sjá greinargerð fyrir neðan)?
  5. Munu fulltrúar frá Íþróttafélaginu Hamri fá sæti í nefnd íþróttamála á þessu kjörtímabili?

Greinargerð um afstöðu Íþróttafélagsins Hamars til aðstöðu til skemmri og lengri tíma:

Aðalstjórn Íþróttafélagsins Hamars er einhuga um knýja fram eftirfarandi forgangsröðun verkefna Hveragerðisbæjar í þágu félagsins, (staðfest á fundi aðalstjórnar í apríl og maí 2022)

  1. Koma upp aðstöðu eins og deildir Hamars höfðu fyrir hrun Hamarshallarinnar með úrbótum sem Íþróttafélagið hefur komið á framfæri við bæjaryfirvöld (áætlaður kostnaður vegna endurreisn Hamarshallarinnar í töluvert endurbættri mynd er um 300 milljónir kr eða ca 200m+ nettó). Þetta er mjög mikilvægt til þess að:
    1. Sporna við brottfalli iðkenda, þjálfara og sjálfboðaliða hjá Knattspyrnudeild og Fimleikadeild sökum aðstöðuleysis.
    2. Sporna við brottfalli iðkenda, þjálfara og sjálfboðaliða hjá öðrum deildum Hamars sökum fækkun tíma í íþróttahúsi. Ef nýtt hús er ekki komið upp í haust erum við að horfa á rúmlega 50% fækkun á tímum sem mun bitna beint á jafn yngri iðkendum og afreksstarfi. 50% fækkun á tímum þýðir t.d. æfingar annan hvern dag í staðinn fyrir daglegar æfingar hjá meistaraflokkum félagsins. 50% fækkun þýðir líka fækkun á æfingatímum og stytting í æfingatímum hjá yngri iðkendum félagsins (badminton/blak/karfa/fimleikar/fótbolti)
  2. Bæta rekstrarskilyrði fyrir sunddeild í Laugaskarði, m.t.t. hitavandamála.
  3. Vinna með bæjaryfirvöldum að því að móta hvernig staðið skuli að uppbyggingu framtíðaraðstöðu fyrir fimleika, badminton, körfubolta og blak, með sérstaka áherslu á fimleika fyrst ef ekki er hægt að byggja upp aðstöðu fyrir allar þessar deildir samtímis.

Við óskum eftir því að svör berist Íþróttafélaginu eins fljótt og auðið er, það er mikilvægt að allri óvissu sé eytt sem fyrst svo við getum byrjað að skipuleggja okkur og undirbúa fyrir þann veruleika sem tekur á móti okkur í haust.

Áfram Hamar!

F.h. Aðalstjórnar Íþróttafélagsins Hamars,

Þórhallur Einisson, formaður.