Frá og með 4. Maí getum við aftur hafið æfingar hjá yngri flokkum kkd. Hamars. Þar sem langt hlé hefur verið á æfingum þá munu æfingar standa lengur en fyrri ár og munu allir yngri flokkar æfa út maí mánuð. Æfingatímar verða þeir sömu og voru í vetur en þá má sjá hér að neðan.

Með körfubolta kveðju Daði Steinn yfirþjálfari yngri flokka Hamars.

Æfinagtímar í Maí 2020

Micro bolti 2012-2013 / 1.-2. Bekkur Þjálfari Geir Helgason

Mánudagar kl 13:30-14:10

Miðvikudagar kl 14:10-14:50

Föstudagar kl 13:50-14:30

Micro bolti 2010-2011 / 3.-4. BekkurÞjálfari Daði Steinn Arnarsson og Haukur Davíðsson

Miðvikudagar kl 14:50-15:40

Fimmtudagar kl 14:10-15:00

Föstudagar kl 13:00-13:50

Minni bolti 2008-2009 / 5.-6. Bekkur – Þjálfari Hallgrímur Brynjólfsson

Mánudagar kl 16:00-17:00

Miðvikudagur kl 17:00-18:00

Fimmtudagur kl 17:40-18:40

7-8 flokkur 2006-2007 / 7.-8. Bekkur – Þjálfari Daði Steinn Arnarsson

Mánudagar kl 14:50-16:00

Þriðjudagar kl 16:00-17:30

Fimmtudagur kl 15:00-16.10

Föstudagar kl 16:00-17:30

9-10 flokkur 2004-2005 / 9.-10. Bekkur – Þjálfari Þórarinn Friðriksson

Mánudagar kl 17:00-18:30

Þriðjudagar kl 17:30-19:00

Miðvikudagar kl 15:40-17:00

Fimmtudagar kl 16:10-17:40

Sukanya Thangwairam var kosin blakmaður Hamars. Hún er ung og efnileg og spilar sem liberó. Súka hefur tekið miklum framförum í vétur. Hún er jákvæð og skemmtileg. Hún stóð sig afar vel í mikilvægum leik í deildarkeppninni í 3. d. kvenna og á mikla framtíð fyrir sér á blakvellinum. Stjórnin óskar Suku innilega til hamingju með árangurinn.

Blakmaður ársins 2020. Mynd Sandra Björg Gunnarsdóttir.
F.v. Roberto Guarino, blakþjálfari Hamars, Sukanya Thangwairam, blakmaður ársins og Barbara Meyer, formaður blakdeildar.

Blakstjórn 2022

Á aðalfundi Blakdeildar Hamars þann 28.2.2022 var kosin ný stjórn. Barbara gaf ekki kost á sér áfram sem formaður auk þess sem allir stjórnamenn stigu til hliðar. Ný stjórn Blakdeildar Hamars var kosin og í henni eru:

Hafsteinn Valdimarsson, formaður

Bryndís Sigurðardóttir, Guðmundur Vignir Sigurðsson, Hilmar Sigurjónsson og Matthea Sigurðardóttir.

Blakstjórn 2021

Öll stjórnin gaf kost á sér áfram.

Blakstjórn 2020

Tveir nýir einstaklingar tóku sæti í stjórn Blakdeildar Hamars á dögunum. Fráfarandi stjórnarmenn eru Hugrún Ólafsdóttir, sem jafnframt var gjaldkeri og Hermann Ólafsson meðstjórnandi. Í stjórn gengu Anna Mazurek og Ingi Björn Ingason sem meðstjórnendur. Barbara Meyer er áfram formaður og auk henni sitja áfram í stjórn Andri Þorfinnur Ásgeirsson, sem var einnig kosinn gjaldkeri og Greta Sverrisdóttir meðstjórnandi.

Stjórnamenn blakdeildarinnar Hamars 2020: f.v.: Andri Þ. Ásgeirsson, gjaldkeri, Ingi B. Ingason meðstjórnandi, Barbara Meyer formaður, Greta Sverrisdóttir, meðstjórnandi og Anna K. Mazurek meðstjórnandi.