Entries by Barbara Meyer

Hraðmótsmeistarar HSK 2019

A-lið Hamars kvenna gerði góða ferð á árlegt hraðmót HSK í blaki sem fram fór 30. október á Laugarvatni.  Hamar sendi einnig B-lið til leiks og stóðu þær sig með ágætum þótt ekki kæmu verðlaun í hús að þessu sinni. ÁFRAM HAMAR!

Krakkablak!

Krakkablak verður á fimmtudögum frá klukkan 18.15 til 19.15 í Hamarshöllinni. Þjálfarinn er Barbara Meyer. Nánari upplýsingar hjá Barböru í síma 8964446 ( helst senda sms). Önnin kostar 7000 kr. Allir á aldrinum 6 -13 ára velkomnir og viljum við helst fá sem flest börn af Suðurlandinu til að prufa krakkablak. Það geta allir spilað […]

Blakæfingar

Blakdeild Hamars verður með æfingar á mánudögum og fimmtudögum. Mánudagar í Skólamörkinni: Basic Blak, Grunnæfingar fyrir byrjendur (14 ára og eldri) frá klukkan 18.30 til 19.30 Konur: 19.30 til 21.00 Karlar: 21.00 til 22.30 Á fimmtudögum er æft í Hamarshöllinni Basic / Byrjendur 14 ára + : 18.15 til 19.15 Konur: 19.15 til 20.45 Karlar: […]

BLAK! Hamar vann BS 3-0

Glæsileg byrjun hjá karlaliðinu. Fyrsti leikurinn í Benecta-deildinni í blaki fór fram Laugardaginn 21.september á Siglufirði. Hamarsmenn gerðu sér litið fyrir og unnu 25-20, 25-18 og 25-17 ! Þetta er frábær byrjun á nýja tímabilinu. Næsti leikur fer fram 3. október kl. 20.00 í Fagralundi á móti HK. Kvennaliðið mun keppa á Siglufirði 12. og […]

Hamar með fjögur blaklið á Rokköld

Öldungamót í blaki sem heitir Rokköld í ár verður haldið í Keflavík 25. til 27. apríl. Mótið er fyrir blakara 30 ára og eldri. Blakdeild Hamars mun senda fjögur lið, tvö karlalið og tvenn kvennalið. Að sögn Barböru Meyer, formanns blakdeildarinnar, er mikill spenningur í loftinu fyrir mótinu. „Við stefnum með fjögur lið á mótið. […]

Kjörísmót 2019 – svalasta blakmót ársins!

Hamarsmenn heldu svalasta blakmót ársins. Kjörísmót 2019! Metskráning var á hraðmóti í blaki, Kjörísmót 2019, haldið af blakdeild Hamars síðasta laugardag. 40 lið mættu til leiks, þar af 8 karlalið og 32 kvennalið. Karlarnir kepptu í Hamarshöllinni í Hveragerði en konurnar í Iðu á Selfossi. Mótstjóri var Barbara Meyer, formaður blakdeildar Hamars og var hún […]

Hetjuleg frammistaða gegn meisturunum

8- liða úrslit Kjörísbikarsins fór fram um helgina og tóku Hamarsmenn á móti þreföldum meisturum KA í íþróttahúsinu að Skólamörk.KA er gífurlega sterkt lið og byrjaði fyrstu hrinu af krafti og staðan var orðin 11-3 fyrir KA þegar heimamenn náðu að koma sér í gang. Þeir minnkuðu 8 stiga muninn niður í 2 stig og […]