Entries by

,

Jakub Madej gengur til liðs við úrvalsdeildarliðið Hamars

Blakdeild Hamars hefur samið við hinn pólska Jakub Madej um að leika með karlaliði félagsins á komandi tímabili. Hamar samdi nýverið við Damian Sapór, pólskan uppspilara, og bætir nú við sig öðrum pólskum leikmanni. Jakub er rúmlega tvítugur og hefur leikið í Póllandi og Þýskalandi. Hann er sterkur varnarlega og kemur til með að hjálpa […]

,

Nýliðar Hamars styrka liðið fyrir átökin í Mizunodeild karla

Leikmannahópur nýliða Hamars í úrvalsdeildinni í blaki hefur nú styrkst til muna en félagið hefur gert samning við pólskan uppspilara, Damian Sąpór. Damian er 29 ára  og hefur spilað blak frá unga aldri og varð m.a. meistari ungmenna (U21) árið 2011 með liði sínu Czarni Radom. Damian hefur síðan spilað í 2. deild í Póllandi en […]

,

Hamar stórhuga í úrvalsdeild

Hamar í Hveragerði undirritaði í kvöld samninga við þjálfara og 2 leikmenn fyrir úrvalsdeildarlið félagsins í blaki fyrir komandi tímabil.Radoslaw Rybak (Radek) mun þjálfa liðið, en hann er frá Póllandi, einni öflugustu blakþjóð heims.  Hann er gríðarlega reynslumikill, bæði sem leikmaður og þjálfari og á meðal annars að baki 17 ára feril í efstu deild […]

,

Blakmaður ársins 2020

Sukanya Thangwairam var kosin blakmaður Hamars. Hún er ung og efnileg og spilar sem liberó. Súka hefur tekið miklum framförum í vétur. Hún er jákvæð og skemmtileg. Hún stóð sig afar vel í mikilvægum leik í deildarkeppninni í 3. d. kvenna og á mikla framtíð fyrir sér á blakvellinum. Stjórnin óskar Suku innilega til hamingju […]

,

Blakstjórn 2020

Tveir nýir einstaklingar tóku sæti í stjórn Blakdeildar Hamars á dögunum. Fráfarandi stjórnarmenn eru Hugrún Ólafsdóttir, sem jafnframt var gjaldkeri og Hermann Ólafsson meðstjórnandi. Í stjórn gengu Anna Mazurek og Ingi Björn Ingason sem meðstjórnendur. Barbara Meyer er áfram formaður og auk henni sitja áfram í stjórn Andri Þorfinnur Ásgeirsson, sem var einnig kosinn gjaldkeri […]

Hraðmótsmeistarar HSK 2019

A-lið Hamars kvenna gerði góða ferð á árlegt hraðmót HSK í blaki sem fram fór 30. október á Laugarvatni.  Hamar sendi einnig B-lið til leiks og stóðu þær sig með ágætum þótt ekki kæmu verðlaun í hús að þessu sinni. ÁFRAM HAMAR!

Krakkablak!

Krakkablak verður á fimmtudögum frá klukkan 18.15 til 19.15 í Hamarshöllinni. Þjálfarinn er Barbara Meyer. Nánari upplýsingar hjá Barböru í síma 8964446 ( helst senda sms). Önnin kostar 7000 kr. Allir á aldrinum 6 -13 ára velkomnir og viljum við helst fá sem flest börn af Suðurlandinu til að prufa krakkablak. Það geta allir spilað […]

Blakæfingar

Blakdeild Hamars verður með æfingar á mánudögum og fimmtudögum. Mánudagar í Skólamörkinni: Basic Blak, Grunnæfingar fyrir byrjendur (14 ára og eldri) frá klukkan 18.30 til 19.30 Konur: 19.30 til 21.00 Karlar: 21.00 til 22.30 Á fimmtudögum er æft í Hamarshöllinni Basic / Byrjendur 14 ára + : 18.15 til 19.15 Konur: 19.15 til 20.45 Karlar: […]

BLAK! Hamar vann BS 3-0

Glæsileg byrjun hjá karlaliðinu. Fyrsti leikurinn í Benecta-deildinni í blaki fór fram Laugardaginn 21.september á Siglufirði. Hamarsmenn gerðu sér litið fyrir og unnu 25-20, 25-18 og 25-17 ! Þetta er frábær byrjun á nýja tímabilinu. Næsti leikur fer fram 3. október kl. 20.00 í Fagralundi á móti HK. Kvennaliðið mun keppa á Siglufirði 12. og […]