Glæsilegt Íslandsmót unglinga var haldið í TBR húsunum 5. – 7. apríl sl. 129 keppendur voru skráðir til leiks. Hamar valdi 18 keppendur að þessu sinni til keppni, bæði í A og B flokkum og sex fóru áfram í undanúrslitin á sunnudeginum.

Tveir Íslandsmeistaratitlar komu yfir heiðina og tvö silfur. Rebekka Einarsdóttir er Íslandsmeistari í U15B en hún sigraði Barböru Jankowska frá Leikni í einliðaleik.
Rakel Rós Guðmundsdóttir vann silfur í einliðaleik kvenna í U17B eftir spennandi viðureignir í einum stórum riðli á laugardeginum.
Íris Þórhallsdóttir Hamri og Aldís Davíðsdóttir TBR töpuðu úrslitaleiknum sínum á móti Lilju Guðrúnu Kristjánsdóttur og Silju Rós Sigurðardóttur úr BH. Íris og félagi hennar Nam Quoc Nguyen úr KR gerðu sér svo lítið fyrir og sigruðu síðasta tvenndarleik Hamars og kræktu sér í sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í U11A.

Skemmtimót U11B var svo haldið samhliða mótinu á laugardag í eldra húsi TBR þar sem yngstu og efnilegustu krakkarnir fengu að spreyta sig í einliða og tvíliðaleikjum. Allir fengu svo þátttökuverðlaun í lokin. 

Frábær árangur okkar fólks um helgina og virkilega gaman að sjá framfarirnar hjá krökkunum í vetur. ÁFRAM HAMAR!! 

Nánar um mótið og úrslit má finna hér.

Rakel Rós
Rebekka og Barbara
Nam, Íris, Lilja og Kári
Allt á fullu í lotu tvö!