Á morgun fimmtudag verður sannkallaður stórleikur hjá strákunum þegar þeir heimsækja FSu í Iðu á Selfossi. Suðurlandsslagur af bestu gerð en þegar þessi tvö lið mætast er alltaf mikil dramatík og spenna. Liðin mættust í október í deildinni í frystikistunni og fóru þá strákarnir okkar með sigur 84-78

Hamar og FSu eru að berjast á toppi deildarinnar og eru í öðru og þriðja sæti með 14 stig eftir níu leiki. Höttur er í fyrsta sæti með 16 stig en þeir hafa leikið einum leik meira en Suðurlandsliðin.

Það verður enginn svikinn af því að mæta á þennan toppslag í Iðu á morgun. Hvetjum alla Hvergerðina og Hamarsmenn að fjölmenna og styðja strákana sem ætla sér að enda árið með stæl

Áfram Hamar!

Mynd: Jónas H. Ottósson.