Hamarsstrákarnir töpuðu sínum fyrsta heimaleik í gærkvöldi þegar Valsmenn fóru með sigur af hólmi. Valsliðið var mun betri aðilinn í leiknum og vildu þennan sigur miklu meira en okkar drengir. Leikur Hamarsliðsins var ekki nægilega góður í heild sinni og varnarleikurnn var ekki boðlegur leikmönnum í meistaraflokki og hvað þá hjá liði sem ætlar sér í úrvalsdeild. Strákarnir fá gott tækifæri að bæta upp fyrir þetta þegar þeir heimsækja Skagamenn í 16 liða úrslitum bikarsins á sunnudaginn.

Umfjöllun um leikinn sem birtist á karfan.is hér að neðan

Hamarsmenn tóku á móti Val í hörkuleik í frystikistunni í Hveragerði í gær rn leikurinn hófst seinna en venjulega eða kl 20:15. Það virtist eitthvað fara illa í heimamenn en Valsmenn mættu áræðnir og skoruðu þeir fyrstu 7 stig leiksins. Þá fyrst fóru Hamarsmenn að spila körfuknattleik líkt og þeir vilja vera kenndir við, að minnsta kosti í sókninni, en vörnin var þó ekki að ná að halda og því héldu Valsmenn yfirhöndinni allan leikhlutan sem fór 25-28.
Valsmenn héldu áfram að vera sterkari í öðrum leikhluta og juku þeir jafnt og þétt við forskot sitt og skyndilega voru þeir komnir með 11 stiga mun 34-45. En þá settu Hamarsmenn í annan gír og náðu góðu áhlaupi 13-2 og jöfnuðu þeir leikinn 47-47, Valsmenn áttu þó loka atkvæðið í fyrri hálfleik, staðan 49-52.
Þriðji leikhlutinn var síðan ógurlega spennandi þar sem bæði lið sýndu oft á köflum flotta kafla, enn það voru gestirnir sem fyrr sem kláruðu leikhlutanna sterkt og munurinn kominn uppí átta stig 74-82 fyrir loka fjórðunginn.
Sá leikhluti bauð þó aldrei uppá neina spennu þar sem strákarnir frá Hlíðarenda reyndust mun sterkari og sigldu þeir öruggum tveimur stigum í hús 91-110, Allt sauð þó uppúr í lokinn þar sem hver tæknivillan fékk að fjúka á varamannabekk Hamars.
Atkvæða mestur í sigurliðinu var fyrrum leikmaður Hamars Danero Thomas sem skoraði 27 stig og bætti við 11 stigum, Þorbergur átti frábæran leik einnig með 24 stig og 5 fráköst, og Illugi kom með myndarlega tvennu 19 stig og 10 fráköst, Örn Sigurðarson átti flottan leik fyrir Hamar 26 stig, 6 fráköst og 4 varin skot, Næstur kom Þorsteinn með 16 stig og 17 fráköst.
Áfram Hamar!