Ljóst varð í sumar að fyrirliði liðsins Oddur Ólafsson muni halda til Spánar í mastersnám og því ekki leika með liðinu í baráttunni í vetur. Við óskum Oddi góðs gengis og vonumst að sjálfsögðu til þess að sjá hann í Hamarstreyjunni í framtíðinni!

Toni sem er 22 ára að aldri er fenginn til þess að fylla í það stóra skarð sem Oddur skilur eftir sig. Hann kemur úr unglingastarfi Zadar sem er eitt allra sterkasta körfuboltafélag Króatíu. Hann spilaði ungur að aldri 3 tímabil með aðalliði Zadar í efstu deild og kom við sögu í Adriatic deildinni (ABA league), einnig var hann hluti af U18 ára landsliði Króata.

Á síðasta tímabili spilaði Toni með liði KK Pula 1981 í næstefstu deild í Króatíu og skilaði þar 15.6 stigum að meðaltali í leik auk þess að gefa 3 stoðsendingar.