Hamar hafa samið við Bandaríkjamanninn Trent Steen um að leika með liðinu á komandi leiktíð.

Trent er 203 cm miðherji sem er á sínu öðru ári sem atvinnumaður.

Í vetur lék hann með liði Depiro í Maltnensku deildinnii og var þar stigahæsti leikmaður deildarinnar með 26.7 stig og tók þar að auki 10.2 fráköst.

Steen útskrifaðist úr fyrstu deildar Háskóla Arkansas-Pine Buff en þar hlaut hann meðal annars verðlaun fyrir að vera besti varnarmaður ársins í SWAC riðlinum sem og var hann valinn í annað úrvalslið riðilsins sama ár.

Tímabilið áður leiddi Steen lið Pine Buff bæði í stigum og fráköstum.