Aðalfundur Sunddeildar Hamars verður haldinn þriðjudaginn 6. febrúar kl. 17:30 – 18:15 í Mjólkurbúinu í Grunnskólanum í Hveragerði.

Venjuleg aðalfundastörf. Allir foreldrar sem og iðkendur eru hvattir til að mæta. Vinnum saman að því að búa til öfluga sunddeild.

Hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest.

Bestu kveðjur,

stjórn Sunddeildar Hamars.

Aðalfundur Sunddeildar Hamars verður haldinn þriðjudaginn 24. janúar kl. 17:15 – 18.

Fundurinn verður haldinn í Mjólkurbúinu (kennslustofunni lengst til vinstri).

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Sundiðkendur og foreldrar eru hvattir til að mæta.

Hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest á aðalfundinum.

Bestu kveðjur,

stjórn Sunddeildar Hamars.

Landsátak í sundi hófst 1. nóvember síðastliðinn og stendur út mánuðinn.

Nú eru landsmenn hvattir til að stinga sér til sunds og safna sundmetrum og synda í kringum Ísland. Allir skráðir sundmetrar safnast saman og verða sýnilegir á heimasíðunni www.syndum.is Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til að hreyfa sig með því að synda saman hringinn í kringum Ísland.

Til þess að taka þátt þarf að skrá sig inn á www.syndum.is og fara í Mínar skráningar. Einfalt er að velja sér notendanafn og lykilorð og skrá synta metra. Þeir sem eiga notendanafn úr Lífshlaupinu eða Hjólað í vinnuna geta notað það til að skrá sig inn. Þeir sem skrá sig og taka þátt eiga möguleika á að verða dregnir út og vinna frábæra vinninga.

Við hvetjum alla til að taka þátt, skrá sig inn og skrá sína sundvegalengd. Markmið átaksins í ár er að fá fleiri til að synda og synda meira.

Syndum er viðburður undir Íþróttaviku Evrópu.

Við minnum á æfingarnar í sunddeildinni:

Æfingatímar 2022 – 2023:

Flugfiskar (1. og 2. bekkur) æfir á föstudögum kl. 12:45 – 13:30

Selir (3.- 5. bekkur) æfir á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16:00-16:45 og á föstudögum kl. 13:30 – 14:30.

Höfrungar (6. bekkur og eldri) æfir á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16:30-18:00 og á föstudögum kl. 13:30 – 14:30.

Auðvitað eru æfingarnar fyrstu tvær vikurnar í september opnar, svo öll börn geta komið og prófað sundið.

Skráning í sunddeildina er hafin hér inni á Sportabler: https://www.sportabler.com/shop/hamar/sund

Þar er hægt að skrá börnin í allt tímabilið, frá ágúst og út júní, eða fram til áramóta.

Ekki er komin skráning fyrir 1. og 2. bekk þar sem Íþróttafélagið Hamar sér um þá skráningu. Það er von á henni von bráðar inn í Sportabler.

Þeir sem eru ákveðnir í því að æfa sund í vetur geta skráð sig þar núna.

Hlökkum til að sjá sem flesta í sundi 🙂

Bestu kveðjur frá stjórn og þjálfara.

Á morgun, mánudaginn 29. ágúst, verður Íþróttafélagið Hamar með kynningu á starfsemi allra deilda. Þar mun Sunddeild Hamars auðvitað standa vaktina og kynna hið frábæra starf deildarinnar. Við hvetjum alla foreldra til að mæta og kynna sér starfsemi allra deilda Hamars. Við bjóðum nýjum íbúum Hveragerðis sérstaklega velkomna.

Kynningin verður haldin í Grunnskólanum í Hveragerði frá kl. 17 – 19.

Nú eru skólarnir að fara af stað og þá er um að gera að koma sundinu í gang.

Maggi mun byrja með sundæfingar á morgun, þriðjudaginn 23. ágúst hjá nemendum í 3. bekk og eldri. Nemendur í 3. – 5. bekk mæta kl. 16 og nemendur í 6. bekk og eldri mæta kl. 16:30 á morgun.

Nemendur í 1. og 2. bekk geta mætt á æfingu á föstudaginn 26. ágúst kl. 12:45.

Æfingatímar Sunddeild Hamars veturinn 2022-2023

Sundæfing fyrir 1. og 2. bekk:

Föstudagur kl. 12:45 – 13:30

Íþróttafélagði Hamar er að fara af stað með nýtt verkefni fyrir krakka í 1. og 2. bekk í vetur. Þar munu þau geta skráð sig í nokkurs konar íþróttaskóla og ná þá að æfa og kynnast enn fleiri íþróttum. Fyrir þennan aldur verður ein sundæfing í boði á viku. Þetta verður kynnt nánar af forráðamönnum Íþróttafélagsins Hamars fljótlega.

Yngri hópur (3. – 5. bekkur):

Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16-16:45, föstudaga frá kl. 13:30 – 14:15.

Eldri hópur (6. bekkur og eldri):

Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16:30 – 18:00, föstudaga kl. 13:30 – 14:30

Hlökkum til að sjá sem flesta í sundlauginni og við minnum á að allir krakkar geta mætt á sundæfingar nú í byrjun til að prufa.

Bestu sundkveðjur frá stjórn og þjálfara.

Framundan er seinna sundnámskeið barna nú í sumar.

Það byrjar mánudaginn 11. júlí og stendur til 22. júlí. Kennt verður fyrir hádegi (10 skipti, 35 mín.).

Krakkar fædd 2018 og eldri eru velkominn á námskeiðið.

Námskeiðsgjald 18.000 kr. og greiðist það í fyrsta tíma.

Leitast verður við að raða krökkunum niður eftir getu og aldri.

Krakkar á skólaaldri eru velkomin, það er pláss fyrir alla. Upplagt til að skerpa sundtæknina.

Kennslu annast Magnús Tryggvason íþróttafræðingur og sundþjálfari.


Skráning og allar nánari upplýsingar: Magnús Tryggvason s. 898 3067 og maggitryggva@gmail.com

Með sundkveðju,

Sunddeild Hamars

Í sumar verður Sunddeild Hamars með tvenn námskeið fyrir börn.

Fyrra námskeiðið byrjar mánudaginn 13. júní og stendur til 28. júní. Kennt verður eftir hádegi (10 skipti, 35 mín.).

Seinna námskeiðið byrjar mánudaginn 11. júlí og stendur til 22. júlí. Kennt verður fyrir hádegi (10 skipti, 35 mín.).

Krakkar fædd 2018 og eldri eru velkominn á námskeiðið.

Námskeiðsgjald 18.000 kr. og greiðist það í fyrsta tíma.

Leitast verður við að raða krökkunum niður eftir getu og aldri.

Krakkar á skólaaldri eru velkomin, það er pláss fyrir alla. Upplagt til að skerpa sundtæknina.

Kennslu annast Magnús Tryggvason íþróttafræðingur og sundþjálfari.


Skráning og allar nánari upplýsingar: Magnús Tryggvason s. 898 3067 og maggitryggva@gmail.com

 

Með sundkveðju,

Sunddeild Hamars

Aðalfundur Sunddeildar Hamars verður haldinn þriðjudaginn 15. febrúar kl. 17:15 – 18.

Fundurinn verður haldinn í Grunnskólanum í Hveragerði, st. 116. Gengið inn um austurinngang við Garðshorn.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.

Sundiðkendur og foreldrar eru hvattir til að mæta.

Hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest.

Bestu kveðjur,

stjórn Sunddeildar Hamars.

Sunddeild Hamars óskar Snæfríði Sól Jórunnardóttur innilega til hamingju með þann stórkostlega árangur að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Tókýó sem hefjast á morgun.

 Snæfríður Sól byrjaði ung að árum að iðka sundið af kappi hér í sunddeildinni í Hveragerði undir stjórn Magnúsar Tryggvasonar þjálfara. Þegar hún var 11 ára flutti hún til Danmerkur og hefur æft sund þar.

Við leyfum okkur að vitna í  fyrrverandi formanns sundeildarinnar, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem ásamt fleiri foreldrum endurvakti sunddeildina árið 2004 en þá hafði sunddeildin legið í dvala í þónokkur ár. Guðrún rifjaði upp að Snæfríður Sól var ein af fyrstu iðkendum sunddeildarinnar þarna og varð strax mjög efnileg. Hún vakti ekki síður athygli fyrir persónuleika sinn og var strax mjög metnaðarfull, kvartaði aldrei yfir æfingunum og sýndi mikla staðfestu. Þannig eiginleikar fleyta fólki langt!

Og nú hefur Sunddeild Hamars eignast hlutdeild í sínum fyrsta stórafreksmanni og það er ekki lítið.

Við óskum enn og aftur Snæfríði Sól innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur og hlökkum til að fylgjast með henni á Ólympíuleikunum. Þar verður hún fánaberi Íslands ásamt Antoni Sveini Mckee og er þetta í fyrsta sinn sem fánaberar þátttökuþjóðanna verða tveir. Þau mun ganga fyrst inn á leikvanginn á eftir gríska hópnum sem alltaf gengur fyrstur inn á leikvanginn á öllum Ólympíuleikum og flóttamannaliði Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC Refugee Olympic Team). Farið er eftir japanska stafrófinu og þess vegna raðast Ísland fremst þjóða.

Setningarathöfnin hefst kl. 11 á morgun, föstudaginn 23. júlí.

Fyrir áhugasama þá mun Snæfríður Sól synda  200 m skriðsund þann 26. júlí kl. 9:55 – 12:30 og verður það sýnt beint á RÚV. Hún syndir svo 100 m skriðsund þann 28. júlí kl. 9:55 – 12:20 og verður það sýnt beint á RÚV2.

Við sendum henni góða sundstrauma héðan frá Hveragerði alla leið til Tókýó.