Nú eru skólarnir að fara af stað og þá er um að gera að koma sundinu í gang.

Maggi mun byrja með sundæfingar á morgun, þriðjudaginn 23. ágúst hjá nemendum í 3. bekk og eldri. Nemendur í 3. – 5. bekk mæta kl. 16 og nemendur í 6. bekk og eldri mæta kl. 16:30 á morgun.

Nemendur í 1. og 2. bekk geta mætt á æfingu á föstudaginn 26. ágúst kl. 12:45.

Æfingatímar Sunddeild Hamars veturinn 2022-2023

Sundæfing fyrir 1. og 2. bekk:

Föstudagur kl. 12:45 – 13:30

Íþróttafélagði Hamar er að fara af stað með nýtt verkefni fyrir krakka í 1. og 2. bekk í vetur. Þar munu þau geta skráð sig í nokkurs konar íþróttaskóla og ná þá að æfa og kynnast enn fleiri íþróttum. Fyrir þennan aldur verður ein sundæfing í boði á viku. Þetta verður kynnt nánar af forráðamönnum Íþróttafélagsins Hamars fljótlega.

Yngri hópur (3. – 5. bekkur):

Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16-16:45, föstudaga frá kl. 13:30 – 14:15.

Eldri hópur (6. bekkur og eldri):

Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16:30 – 18:00, föstudaga kl. 13:30 – 14:30

Hlökkum til að sjá sem flesta í sundlauginni og við minnum á að allir krakkar geta mætt á sundæfingar nú í byrjun til að prufa.

Bestu sundkveðjur frá stjórn og þjálfara.