Hamarsmenn leika stórt hlutverk í karlalandsliði Íslands í blaki sem er á leið í undankeppni Evrópumótsins. Hafsteinn og Kristján Valdimarsynir og Ragnar Ingi Axelsson sem allir léku lykilhlutverk í liði Hamars á síðustu leiktíð eru í leikmannhópnum. Auk þeirra er nýráðinn þjálfari liðsins, Tamas Kaposi, aðstoðar landsliðsþjálfari.

Íslenska liðið leikur í D-riðli þar sem það mætir Portúgal, Lúxembourg og Svartfjallalandi heima og að heiman. Heimaleikir liðsins fara fram í ágúst og verða leiknir í Digranesi.

Leikjaplan liðsins má sjá hér fyrir neðan:

07.08.2022 15:00 Iceland – Luxembourg
14.08.2020 15:00 Iceland – Montenegro
21.08.2022 15:00 Iceland – Portugal