Entries by Sigurbjörg Hafsteinsdóttir

Sundbúðir HSK

Sundráð HSK býður um helgina upp á æfingabúðir í sundi í Þorlákshöfn. Þar munu sunddeildirnar frá Selfossi, Hamri og Dímoni koma saman, styrkja böndin og auðvitað synda mikið. Eldri iðkendur verða tvo daga en þeir yngri einn dag. Það verður því mikið fjör í Þorlákshöfn og gaman verður að fylgjast með öfluga sundfólkinu okkar þar.

Magnús nær æðsta stigi þjálfaramenntunar FINE

Magnús Tryggvason þjálfari hjá Sunddeild Hamars útskrifaðist af Level 3 þjálfaranámskeiði Alþjóðasundsambandsins (FINA) sem haldið var á vegum Sundsambands Íslands nú í lok september. Er þetta æðsta stig þjálfaramenntunar sem FINA býður upp á. Sá sem kenndi á námskeiðinu var Genadijus Sokolovas sem er einn helsti sérfræðingur heims í sundi og hefur hann komið að […]

Skráning í NORI

Æfingar í sunddeildinni fara vel af stað þetta haustið og gaman er að sjá hve margir hafa verið að mæta á æfingarnar. Nú er búið að opna fyrir skráningar í Sunddeildina inn á síðu Hamars, https://hamar.felog.is/ Endilega skráið ykkar barn sem fyrst. Þeir sem skrá barnið sitt fyrir 1. október fá vegleg sundgleraugu frá sunddeildinni. Sjáumst […]

Æfingar byrjaðar í sunddeildinni

Nú eru æfingar í sunddeildinni komnar af stað þetta haustið. Allir eru velkomnir að mæta á æfingar og prufa sundið fram til 15. september. Hér má sjá æfingatímana hjá sunddeildinni þetta haustið. Æfingatímar hjá sunddeildinni haustið 2019: Yngri hópur (1. – 5. bekkur): Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16-17 og föstudaga frá kl. 13:15 – 14:15. […]

Fjölskyldudagur Hamars

Það verður fjör í Hamarshöllinni næsta fimmtudag, þann 29. ágúst, á fjölskyldudegi Hamars. Við í sunddeildinni verðum auðvitað á staðnum og tökum vel á móti öllum sem mæta og vilja fræðast nánar um starfið í sunddeildinni. Hlökkum til að sjá sem flesta 🙂

Fulltrúi Sunddeildar Hamars á AMÍ.

Um síðustu helgi fór fram Aldursflokkameistaramót Íslands (AMÍ) í sundi í Reykjanesbæ. Þar átti Sunddeild Hamars sinn fulltrúa sem var María Clausen Pétursdóttir, fyrsti sundmaður Hamars í allmörg ár til að synda á þessu móti.María synti 100 m bringusund á 1:43,70 mín. og bætti sig þar um 3,59 sek. Hún synti einnig 100 m. skriðsund […]

Vel heppnað héraðsmót HSK í sundi

Hérðasmót HSK í sundi fór fram þann 6. júní síðastliðinn hér í Hveragerði og mættu keppendur frá tveimur félögum til leiks, frá Hamri og Selfossi. Leikar fóru þannig að Selfoss vann liðakeppnina með 118 stig en Hamar fékk 84 stig. Guðjón Ernst Dagbjartsson frá Hamri var stigahæsti sundmaðurinn með 21 stig en hann sigraði í […]

Páskasund sunddeildar

Hið árlega páskasund hjá sunddeildinni fór fram í dag. Mikil stemning var hjá sundkrökkunum og gleðin allsráðandi á æfingunni og allir skemmtu sér konunglega. Það er alltaf mikil eftirvænting fyrir páskahappadrættinu en þá eru nöfn iðkenda sett í pott og einn heppinn dreginn út sem hlýtur stórt páskaegg. Í ár var það Sandra Kristín sem […]