Entries by

,

Snæfríður Sól Jórunnardóttir keppir á Ólympíuleikunum í Tókýó

Sunddeild Hamars óskar Snæfríði Sól Jórunnardóttur innilega til hamingju með þann stórkostlega árangur að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Tókýó sem hefjast á morgun.  Snæfríður Sól byrjaði ung að árum að iðka sundið af kappi hér í sunddeildinni í Hveragerði undir stjórn Magnúsar Tryggvasonar þjálfara. Þegar hún var 11 ára flutti hún til Danmerkur […]

Sundmaður Hamars 2020

Á aðalfundi sunddeildar í ár var undmaður Sunddeildar Hamars valinn og var það María Clausen Pétursdóttir sem hlaut þann titil. Hún hefur verið einn af burðarásum sunddeildarinnar. Hún er samviskusöm og leggur sig ávallt 100% fram í öll verkefni sem hún tekur þátt í. María náði lágmörkum inn á Aldursflokkamót Íslands 2. árið í röð […]

Breytt æfingaaðstaða Sunddeildar Hamars

Nú eru framkvæmdir hafnar uppi í Laugaskarði með breytingar á klefum og því ekki hægt að halda úti starfi Sunddeildar þar. Samningar náðust við Hótel Örk um að fá að hafa æfingar þar í sundlauginni þeirra. Fyrstu æfingarnar fóru þar fram í síðustu viku og tókust svona ljómandi vel. Aðstaðan er mjög góð þarna og […]

Höfðingleg gjöf til Sunddeildar Hamars

Í dag fór fram afhending á nýrri æfingaklukku sem Kvenfélag Hveragerðis gaf sunddeildinni til minningar um Margréti B. Þorsteinsdóttur. Margrét starfaði lengst af við sundlaugina í Laugaskarði og var Hjörtur eiginmaður hennar forstöðumaður sundlaugarinnar um langt árabil. Þau hjón og fjölskylda þeirra eru samofin sögu laugarinnar og sunddeildarinnar okkar. Við þökkum Kvenfélagi Hveragerðis kærlega fyrir […]

Sundæfingar hefjast 25. ágúst

Nú er sumri farið að halla sem þýðir að sundæfingar í sunddeildinni fara að hefjast. Maggi mun byrja með æfingar í vikunni sem er framundan. Þriðjudaginn 25. ágúst verður fyrsta æfing svo allir krakkar eru velkomnir þá í sundlaugina. Æfingar verða sem hér segir: Yngri hópur (1.- 5. bekkur) æfir á þriðjudögum kl. 16:15-17:00, fimmtudögum […]

Sundbúðir HSK

Sundráð HSK býður um helgina upp á æfingabúðir í sundi í Þorlákshöfn. Þar munu sunddeildirnar frá Selfossi, Hamri og Dímoni koma saman, styrkja böndin og auðvitað synda mikið. Eldri iðkendur verða tvo daga en þeir yngri einn dag. Það verður því mikið fjör í Þorlákshöfn og gaman verður að fylgjast með öfluga sundfólkinu okkar þar.

Magnús nær æðsta stigi þjálfaramenntunar FINE

Magnús Tryggvason þjálfari hjá Sunddeild Hamars útskrifaðist af Level 3 þjálfaranámskeiði Alþjóðasundsambandsins (FINA) sem haldið var á vegum Sundsambands Íslands nú í lok september. Er þetta æðsta stig þjálfaramenntunar sem FINA býður upp á. Sá sem kenndi á námskeiðinu var Genadijus Sokolovas sem er einn helsti sérfræðingur heims í sundi og hefur hann komið að […]

Skráning í NORI

Æfingar í sunddeildinni fara vel af stað þetta haustið og gaman er að sjá hve margir hafa verið að mæta á æfingarnar. Nú er búið að opna fyrir skráningar í Sunddeildina inn á síðu Hamars, https://hamar.felog.is/ Endilega skráið ykkar barn sem fyrst. Þeir sem skrá barnið sitt fyrir 1. október fá vegleg sundgleraugu frá sunddeildinni. Sjáumst […]