Nú eru framkvæmdir hafnar uppi í Laugaskarði með breytingar á klefum og því ekki hægt að halda úti starfi Sunddeildar þar.

Samningar náðust við Hótel Örk um að fá að hafa æfingar þar í sundlauginni þeirra.

Fyrstu æfingarnar fóru þar fram í síðustu viku og tókust svona ljómandi vel. Aðstaðan er mjög góð þarna og krakkarnir náðu góðri æfingu. Sunddeildin þakkar Hótel Örk kærlega fyrir að hlaupa undir bagga og aðstoða sunddeildina við að halda úti æfingum á meðan Laugaskarð er lokað.

Þess má einnig geta að eldri krakkarnir fara einnig á æfingar í sundlaugina á Selfossi svo þau geti synt í lengri laug.