Jóhann Bjarnason mun ekki þjálfa Meistaraflokk karla hjá Hamri áfram. Fyrir tveimur árum fengum við Jóa til að stýra meistaraflokki karla og má sanni segja að hann hafi unnið frábært starf fyrir félagið. Jói bjó til flott lið úr ungum og efnilegum strákum frá Hveragerði og nærsveitum sem náði góðum árangri s.l tvö tímabil. Bæði tímabilin sem þjálfari skilaði hann liðinu í úrslitakeppni og var liðið hársbreidd frá næsta skrefi bæði árin. Árin tvö sem Jói hefur þjálfað hjá Hamri hefur hann sýnt gríðarlega mikla fórnfýsi og verið sannur félagsmaður. Alltaf boðinn og búinn til að aðstoða við þau verk sem þarf að ganga í, hvort sem það er dómgæsla hjá yngri flokkum, fjáraflanir fyrir félagið eða það sem vantar.

Nú munu leiðir skilja í meistaraflokki karla og vill Knattspyrnudeild Hamars þakka Jóa kærlega fyrir sín störf fyrir félagið og óska honum velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Við vonum innilega að Jói haldi áfram að vera nálægt okkar félagi.