Entries by

Stelpurnar gerðu jafntefli við Álftanes

Meistaraflokkur kvenna gerði 2-2 jafntefli við Álftanes í kvöld. Staðan í hálfleik var 2-0 fyrir Álftanesi. Karen Inga Bergsdóttir og Íris Sverrisdóttir skorðu mörk okkar í síðari hálfleik. Næsti leikur hjá stelpunum er á laugardaginn á móti ÍR á heimavelli kl 14:00

Þjálfarar yngri flokkana 2020-2021

Yngri flokka þjálfarateymi Hamars 2020-2021 er klárt. Unnar Jóhannsson tekur við sem yfirþjálfari Knattspyrnudeilar ásamt því að þjálfa 8.flokk með Matthíasi. Unnar kemur frá Fjölni þar sem hann hefur þjálfað allan sinn feril fyrir utan 2 tímabil í Stjörnunni og 1 ár hjá danska félaginu Lyseng. “Það sem mér finnst spennandi við Hamar er að […]

Hamar semur við Mikael Phillips

Samið hefur verið við Bandaríska leikmanninn Mike Phillips um að leika með liðinu út tímabilið. Mike er 28 ára, tveggja metra framherji sem hefur mikla reynslu sem atvinnumaður. Hann lék með Howard í fyrstu deildinni í háskólaboltanum, þar var hann með 12 stig og 7 fráköst að meðaltali á lokaárinu sínu. Mike hefur komið víða […]

Ragnar Jósef til Hamars

Ragnar Jósef hefur gengið til liðs við Hamar eftir frábæran seinni hluta tímabils í fyrra með þeim bláu. Ragnar var á venslasamning frá Breiðablik eftir áramótin og skilaði að meðaltali 13.5 stigum á um 24 mínútum. Ragnar hefur nú samið við Hamar um að ganga til liðs við félagið og ríkir að sögn þjálfara Hvergerðinga, […]

Bjarni Rúnar heim í Hamar

Bjarni Rúnar Lárusson er kominn heim í Hamar eftir fjögurra ára veru fyrir Norðan með Þór Akureyri. Þór Akureyri unnu 1.deild karla í vetur en Bjarni spilaði tæplega 20 mínútur í leik og skilaði að meðaltali 6 stigum og 4 fráköstum. Hamarsmenn bjóða Bjarna hjartanlega velkominn heim.

Landsmót 50+ á Neskaupstað

Landsmót UMFÍ 50+ verður að þessu sinni haldið í Neskaupstað dagana 28. – 30. júní. Mótið er blanda af íþróttakeppni og annarri skemmtun þar sem fólk á besta aldri hefur gaman saman. Mótið er opið öllum þátttakendum sem verða 50 ára á árinu og eldri. Keppt verður í 16 íþróttagreinum. Þar á meðal í boccía, […]

Yngri flokkar körfuknattleiksdeildar

Þá hafa allir yngriflokkar hjá körfuknattleiksdeild Hamars lokið keppni þennan veturinn. Um liðna helgi fóru yngstu börnin til Þorlákshafnar þar sem Selfoss, Hamar og Þór hittust og spiluðu sín á milli. Eftir leikina fengu svo allir hressingu og þannig slógum við botnin í vetrarstarfið hjá börnum í 1-4 bekk. Laugardag og Sunnudag var síðasta keppnishelgi […]

Hamar úr leik í Lengjubikarnum

Hamarsmenn fengu lið GG frá Grindavík í heimsókn í undanúrslitum Lengjubikars KSÍ á Selfossi sunnudaginn sl. Leikurinn enadaði með 1-2 sigri GG manna eftir mikinn baráttuleik. GG komst yfir á 12.mínutu eftir klaufaskap í vörn Hamarsmanna. Bæði lið fengu færi til að skora en allt kom fyrir ekki endaði fyrri hálfleikurinn verðskuldað 0-1 fyrir GG. […]

Haukur Davíðsson í landslið U15

Þjálfarar U15 ára liðanna hjá drengjum og stúlkum hafa valið sín 18 manna lokalið fyrir sumarið 2019. Haukur Davíðsson var valin að þessu sinni og mun hann taka þátt í verkefni sumarsins, Ísland sendi lið á á Copenhagen-Inviational mótið í Danmörku tvö níu manna lið hjá strákum og stúlkum. Mótið fer fram í Farum, Kaupmannahöfn […]