Yngri flokka þjálfarateymi Hamars 2020-2021 er klárt.

Unnar Jóhannsson tekur við sem yfirþjálfari Knattspyrnudeilar ásamt því að þjálfa 8.flokk með Matthíasi. Unnar kemur frá Fjölni þar sem hann hefur þjálfað allan sinn feril fyrir utan 2 tímabil í Stjörnunni og 1 ár hjá danska félaginu Lyseng. “Það sem mér finnst spennandi við Hamar er að hér er gríðarlega mikill metnaður í fólki, fólki sem hefur mikinn áhuga á starfinu, frábær aðstaða og mjög öflugur þjálfarahópur. Hér er allt til alls til þess að ná góðum árangri”

Matthías Ásgeir heldur áfram þjálfun hjá félaginu. Hann verður inn í þjálfun 4 fl, 5fl, 7fl og 8 fl. Matti hefur þann eiginlega að ná einstaklega vel til iðkenda. Hann spilar einnig í meistaraflokki félagsins.

Pétur Geir Ómarsson heldur einnig áfram hjá félaginu. Hann verður inn í þjálfun 4, 5, 6 og 7 fl kvk ásamt 6.fl kk. Hann hefur gert mjög góða hluti með hópana sína hjá félaginu. Hann spilar einnig í meistaraflokki félagsins.

Dagný Rún Gísladóttir verður æfingaþjálfari og kemur inn á æfingar hjá strákum og stelpum. Dagný er frábær fyrirmynd yngri iðkenda félagsins. Hún spilar einnig í meistaraflokki félagsins.

Samuel Andrew Malson verður æfingaþjálfari og kemur inn á æfingar hjá strákum og stelpum. Hann spilar einnig í meistaraflokki félagsins.

Ísak Leó Guðmundsson verður þjálfari 4 og 5 fl kvk ásamt því að vera með 6. og 7.fl kk. Ísak hefur þjálfað hjá Fjölni allan sinn þjálfaraferil en hefur spilað með Hamri undanfarin ár.