Entries by

Framkvæmdir hjá Laugasporti

Til stendur að gera endurbætur á húsakynnum Laugasports næstu dagana. Þetta mun hafa í för með sér að tækjasalurinn verður meira og minna lokaður fram yfir áramót. Við munum bæta við tækjum ásamt því að flytja tæki yfir í gamla hópsalinn. Þar með stækkar tækjasalurinn um 100%. Markmiðið er að sjálfsögðu að geta veitt enn betri […]

Vetrarstarfið í gang

Nú er vetrarstarfið að fara í gang hjá sunddeildinni. Það verður með hefðbundnu sniði. Í síðustu viku hófust æfingar hjá elsta hópnum og í þessari viku hefjast æfingar hjá öðrum hópum. Æft verður í Laugaskarði. Við hvetjum jafnt unga sem aldna til að skella sér í sund. Sund er allra meina bót og ein besta […]

Íslandsmótinu í strandblaki

Hamarskonurnar Ásdís Linda Sverrisdóttir og Ragnheiður Eiríksdóttir tóku þátt í Íslandsmótinu í strandblaki dagana 23.-25.ágúst.  Náðu þær að komast í 8 liða úrslit í B deild. Stóðu þær sig með sóma þrátt fyrir rigningasudda og ekki alveg strandveður.  

Líf og fjör í sundlauginni

Það hefur verið líf og fjör í sundlauginni Laugaskarði í sumar á sundnámskeiðum sunddeildarinnar. Að venju hefur Magnús Tryggvason séð um námskeiðin og lætur nærri að hátt í hundrað börn hafi æft sundtökin hjá honum í sumar. Magnús segir að námskeiðin hafi gengið vel fyrir sig og krakkarnir staðið  sig sérstaklega vel og verið áhugasöm. […]

Héraðsmót HSK í Hveragerði

11. júní fór síðasta sundmót tímabilsins fram, Héraðsmót HSK hér í Hveragerði. Gaman var að sjá hvað yngstu sundmennirnir okkar stóðu sig vel en einnig var gaman að fylgjast með eldri sundmönnum eiga flott „comeback“ á þessu móti. Stigahæsti karlinn á mótinu kom einnig úr okkar röðum en það var hann Dagbjartur Kristjánsson. Úrslit mótsins […]

Þvílíkir snillingar!!!

Þann 6. júní s.l. var farið í hina árlegu vorferð sunddeildar Hamars. Leiðin lá í Mosfellsbæinn og var farið í sund í hina glæsilegu sundlaug sem þar er. Á eftir var snæddur dýrindis kvöldverður á American Style á Bíldshöfða. Ferðin gekk í alla staði mjög vel og var hegðun og framkoma barnanna alveg til fyrirmyndar. […]

Úrvalsdeildarsætið er Hamars!

Hamars stúlkur sýndu frábæra takta í gær og unnu Stjörnuna í oddaleik um sæti í Úrvalsdeild, 73-59 þar sem um 450 manns skemmtu sér flestir konunglega og sköpuðu fábæar umgjörð um leikinn. Til hamingju stelpur og Hamars-fólk með sigurinn og sæti í efstu deild. Látum nægja að vísa á greinargóðar umfjallanir um leikinn á www.karfan.isog www.sunnlenska.is þar sem bæði er greindur […]

Oldboys (35+) mót í Hamarshöllinni 20. apríl

Knattspyrnudeild Hamars heldur mót fyrir knattspyrnumenn 35 ára og eldri í Hamarshöllinni í Hveragerði laugardaginn 20. apríl. Veðurspáin í Hamarshöllinni fyrir leikdag er góð, hiti um 18°c, logn og blíða. Áhugasamir hópar og lið eru hvött til að skrá sig í mótið sem fyrst til að tryggja sér þátttöku.   Fyrirkomulag mótsins: -Leikið er í 6 manna […]

Hamar “sópaði” Hetti út!

Hamar vann Hött fyrir austan 68-73 í gær þar sem strákarnir sýndu stórgóða vörn í 4 leikhluta og kláruðu leikinn og þar með einvígið 2-0. Umfjönnum um leikinn á Ausutglugginn.is sem og myndir. Nú svo er bara að fara að Ásvöllum í dag og hvetja stelpurnar okkar á móti Stjörnunni kl. 16.30 Sigur þýðir úrvaldeild! ÁFRAMHAMAR.