Nú er vetrarstarfið að fara í gang hjá sunddeildinni. Það verður með hefðbundnu sniði. Í síðustu viku hófust æfingar hjá elsta hópnum og í þessari viku hefjast æfingar hjá öðrum hópum. Æft verður í Laugaskarði. Við hvetjum jafnt unga sem aldna til að skella sér í sund. Sund er allra meina bót og ein besta hreyfing sem völ er á.  Í vetur verður sund í boði fyrir alla og viljum við vekja sérstaka athygli á garpasundhópnum „Sundelítan“ sem er hópur „eldri“ sundmanna sem hittist og syndir saman tvisvar í viku undir leiðsögn Magga þjálfara. Allar frekari upplýsingar gefur Magnús í síma 8983067 eða maggitryggva@gmail.com.