Þann 6. júní s.l. var farið í hina árlegu vorferð sunddeildar Hamars. Leiðin lá í Mosfellsbæinn og var farið í sund í hina glæsilegu sundlaug sem þar er. Á eftir var snæddur dýrindis kvöldverður á American Style á Bíldshöfða. Ferðin gekk í alla staði mjög vel og var hegðun og framkoma barnanna alveg til fyrirmyndar. Það er óhætt að segja að sundkrakkar Hamars séu algjörir snillingar!