Meistaraflokkur knattspyrnudeildar lék í fyrstu umferð Borgunarbikarsins síðustu helgi á gervigrasinu við Kórinn í Kópavogi gegn liði Ísbjarnarins. Heimamenn komust yfir 1-0 og voru Hamarsmenn nokkuð lengi að koma sér í gang. Kristján Valur og Eiríkur Raphael náðu þó að laga stöðuna og koma okkar mönnum 1-2 yfir fyrir hálfleik. Síðari hálfleikur var eign Hamars og settu Óskar, Ingþór, Atli og Vignir sitt markið hver og tryggðu Hamri 1-6 sigur og sæti í næstu umferð. Mótherjar annarar umferðar verða lið Berserkja (systurfélag Víkings R.) og fer leikurinn fram á Víkingsvelli næstkomandi þriðjudag, þann 14. maí kl. 19:00. 

Þá er Íslandsmótið að hefjast og er fyrsti leikur Hamars í dag kl. 15:00 gegn Sindra á Hornafirði. Upphaflega var leikurinn settur á Grýluvöll en vegna tíðarfars er hann ekki tilbúinn alveg strax. Úrslit leiksinns verða kunngjör hér á síðunni þegar þau eru ljós en fyrir áhugasama má finna uppfærða stöðu (live) leiksins inn á síðunni www.urslit.net. 

Áfram Hamar!!!