Hamars stúlkur sýndu frábæra takta í gær og unnu Stjörnuna í oddaleik um sæti í Úrvalsdeild, 73-59 þar sem um 450 manns skemmtu sér flestir konunglega og sköpuðu fábæar umgjörð um leikinn. Til hamingju stelpur og Hamars-fólk með sigurinn og sæti í efstu deild.

Látum nægja að vísa á greinargóðar umfjallanir um leikinn á www.karfan.isog www.sunnlenska.is þar sem bæði er greindur leikurinn og fjöldi viðtala og myndir frá leiknum.  

Viðtal við Hadda á sunnlesnka er athyglisvert, viðtal við Marín og Íríisi á karfan.is auk fjöldia mynda á fébókarsíðum og víðar.  (mynd; Sunnlenska)

Svo er bara að vona að strákarnir leiki þetta eftir en fyrsti leikur í rimmu Hamars og Vals er í kvöld kl. 19.15 að Hlíðarenda og svo er heimaleikur hér á sunnudag kl. 19.15 .. Áfram Hamar!