Knattspyrnudeild Hamars heldur mót fyrir knattspyrnumenn 35 ára og eldri í Hamarshöllinni í Hveragerði laugardaginn 20. apríl. Veðurspáin í Hamarshöllinni fyrir leikdag er góð, hiti um 18°c, logn og blíða. Áhugasamir hópar og lið eru hvött til að skrá sig í mótið sem fyrst til að tryggja sér þátttöku.  

Fyrirkomulag mótsins: 
-Leikið er í 6 manna liðum (stuðst er við reglur KSÍ um keppni 7 manna liða).

-Stærð vallar er 42 x 32 metrar (1/4 af fullum velli).

-Hver leikmaður er aðeins hlutgengur með einu liði í mótinu.

-Dómgæsla er í höndum mótshaldara. 

Verðlaun:

Verðlaunapeningar verða veittir fyrir þrjú efstu sætin og hlýtur sigurliðið einnig bikar og verðlaun frá styrktaraðilum. 

Skráning:

Þátttöku ber að tilkynna í síðasta lagi mánudaginn 15. apríl á netfangið: motahaldhamars@gmail.comog í síma: 843-0672 (Sverrir)

Með þátttökutilkynningunni er nauðsynlegt að með fylgi upplýsingar um nafn tengiliðs hjá viðkomandi liði ásamt símanúmeri og netfangi.

Þátttökugjald í mótið er kr. 15.000.- á lið sem ber að greiða um leið og mótshaldari hefur staðfest þátttöku viðkomandi liðs.