Entries by

Hamar vann alla meistaratitlana 10

Unglingameistaramót HSK í badminton var haldið í Hveragerði, sunnudaginn 29. nóvember s.l. Þátttakendur voru 36 , frá fjórum félögum, Hamri Hveragerði, Þór Þorlákshöfn, Dímon Hvolsvelli, og UMFH í Hrunamannahreppi.   Keppt var um 10 HSK meistartitla í U13 ára og upp í U19 ára og vann Hamar alla HSK meistaratitlana þetta árið. Bjarndís Helga Blöndal varð tvöfaldur […]

Hamar HSK meistari enn og aftur

Héraðsmeistaramót HSK í badminton var haldið í Þorlákshöfn, laugardaginn 14. nóvember s.l. Þátttakendur voru 64 , frá sex félögum, Hamri Hveragerði, Þór Þorlákshöfn, Dímon Hvolsvelli, UMFH í Hrunamannahreppi, Garpi og Heklu. Keppt var um 12 HSK meistartitla og vann Hamar tíu, Garpur einn og UMFH einn. Bjarndís Helga Blöndal varð þrefaldur HSK meistari, í undir 17 ára, […]

5 iðkendur boðaðir á landsliðsæfingar

Fimm iðkendur hjá Badmintondeild Hamars hafa verið boðaðir til æfinga hjá Unglingalandsliðinu í Badminton. Þetta eru þau Jan Hinrik í u-15 og Bjarndís Helga, Hákon Fannar (vantar á mynd), Imesha og Óli Dór í u-17. Þetta er annar veturinn sem þau njóta leiðsagnar Árna Þórs Hallgrímssonar landsliðsþjálfara og óskum við þeim velgengni

HSK mót 2009

Héraðsmót HSK 2009 verður haldið í Þorlákshöfn laugardaginn 14. nóvember. Á því móti er keppt í einliðaleik í öllum flokkum frá u-11 og upp í +40. Unglingamót HSK 2009 verður svo haldið í Hveragerði sunnudaginn 29. nóvember. Þar er keppt í einliðaleik í öllum flokkum frá u-11 og upp í u-19. Nánari upplýsingar um mótin, fá börnin hjá Sigurði Blöndal […]