Entries by

Badminton jólagaman

Þriðjudaginn 29. des. kl 10-14, var hóað til fjölskyldumóts í badminton. Hittust ungir sem aldnir í íþróttahúsinu og skemmtu sér konunglega við keppni og leik. Upphafsmenn að skemmtuninni voru Hallgrímur Óskarsson og Ragnheiður Eiríksdóttir og eiga þau heiður skilinn fyrir skemmtilega uppákomu.

Hamar vann alla meistaratitlana 10

Unglingameistaramót HSK í badminton var haldið í Hveragerði, sunnudaginn 29. nóvember s.l. Þátttakendur voru 36 , frá fjórum félögum, Hamri Hveragerði, Þór Þorlákshöfn, Dímon Hvolsvelli, og UMFH í Hrunamannahreppi.   Keppt var um 10 HSK meistartitla í U13 ára og upp í U19 ára og vann Hamar alla HSK meistaratitlana þetta árið. Bjarndís Helga Blöndal varð tvöfaldur […]

Hamar HSK meistari enn og aftur

Héraðsmeistaramót HSK í badminton var haldið í Þorlákshöfn, laugardaginn 14. nóvember s.l. Þátttakendur voru 64 , frá sex félögum, Hamri Hveragerði, Þór Þorlákshöfn, Dímon Hvolsvelli, UMFH í Hrunamannahreppi, Garpi og Heklu. Keppt var um 12 HSK meistartitla og vann Hamar tíu, Garpur einn og UMFH einn. Bjarndís Helga Blöndal varð þrefaldur HSK meistari, í undir 17 ára, […]

5 iðkendur boðaðir á landsliðsæfingar

Fimm iðkendur hjá Badmintondeild Hamars hafa verið boðaðir til æfinga hjá Unglingalandsliðinu í Badminton. Þetta eru þau Jan Hinrik í u-15 og Bjarndís Helga, Hákon Fannar (vantar á mynd), Imesha og Óli Dór í u-17. Þetta er annar veturinn sem þau njóta leiðsagnar Árna Þórs Hallgrímssonar landsliðsþjálfara og óskum við þeim velgengni

HSK mót 2009

Héraðsmót HSK 2009 verður haldið í Þorlákshöfn laugardaginn 14. nóvember. Á því móti er keppt í einliðaleik í öllum flokkum frá u-11 og upp í +40. Unglingamót HSK 2009 verður svo haldið í Hveragerði sunnudaginn 29. nóvember. Þar er keppt í einliðaleik í öllum flokkum frá u-11 og upp í u-19. Nánari upplýsingar um mótin, fá börnin hjá Sigurði Blöndal […]