Entries by

Kvennaknattspyrna af stað aftur!

Það eru gleðilegar fréttir að æfingar skuli hefjast að nýju hjá stelpum í Hveragerði, en Knattspyrnudeild Hamars hefur ráðið Hjalta Val Þorsteinsson sem þjálfara fyrir 4. flokk kvenna í knattspyrnu. Flokkurinn hefur æfingar á næstu dögum og verður æft 2 – 3 x í viku frá maí – ágúst. Stefnt er að því að fara […]

Innanfélagsmót Hamars

Innanfélagsmót Hamars fer fram sunnudaginn 22. apríl 2012 í íþróttahúsinu í Hveragerði. Keppt verður í hópfimleikum þar sem allir hópar taka þátt. Ekki verða veitt sérstök verðlaun á mótinu heldur fá allir iðkendur viðurkenningu að móti loknu. Skipulag móts: 10.15 Almenn upphitun + áhaldaupphitun (eldri hópar fá 3 umferðir á áhaldi) 11.00 Innmars – mót […]

20 ára afmæli Hamars

Íþróttafélagið Hamar fagnaði 20 ára afmæli 31. mars á þessu ári. Í tilefni þess verður efnt til afmælisfagnaðar í íþróttahúsinu í Hveragerði fimmtudaginn 19. apríl, sumardaginn fyrsta, kl. 15-17. Ýmislegt verður til skemmtunar og eftirtaldir munu koma fram. Setning, Hjalti Helgason formaður Hamars Hátíðarávarp, Eyþór Ólafsson, bæjarfulltrúi. Fimleikasýning fimleikadeildar. Tónlistaratriði, Sædís Másdóttir. Leikþáttur úr Línu Langsokk.Zhumba sýning barna. Ingó veðurguð tekur lagið.Hreysti og […]

HSK þing haldið í Brautarholti

Íþróttafélagið Hamar sendi 7 fulltrúa á árlegt HSK-þing sem að þessu sinni var haldið í Brautarholti á Skeiðum. Nokkrir Hamarsmenn fengu viðurkenningu sem íþróttamenn sinnar greinar innnan HSK. Það voru þau: Imesha Chaturunga fyrir badminton, Hugrún Ólafsdóttir fyrir blak og Íris Ásgeirsdóttir fyrir körfuknattleik. Að auki voru veitt verðlaun fyrir framúrskarandi barna- og unglingastarf og […]

Arnar Eldon Einarsson kjörinn Fimleikamaður Hamars 2011

Arnar Eldon er 15 ára gamall og hefur stundað æfingar af miklu kappi síðastliðin ár. Hann byrjaði 12 ára að æfa fimleika þá nýfluttur til Hveragerðis en áður stundaði hann Taekwondo sem veitti honum innblástur og áhuga á öðrum íþróttum. Í dag stundar hann einnig Parkour og er í Skólahreystisliði Grunnskóla Hveragerðis. Arnar hefur undantekningarlaust mætt á […]

Aðalfundur blakdeildar 2013

Aðalfundur blakdeildar var haldinn 24. jan. 2013 í aðstöðuhúsinu við Grýluvöll. Formaður var endurkjörinn Valdimar Hafsteinsson og Haraldur Örn BJörnsson var útnenfndur blakmaður Hamars, 2012. Sjá má nánar um aðalfundinn í eftirfarandi skjölum: Skýrla stjórnar 2012 Ársreikningur 2012 Haraldur Örn blakmaður ársins 2012 Aðalfundargerð blakdeildar 2013

Blakmaður Hamars ársins 2011

Hugrún Ólafsdóttir tók á móti viðurkenningunni, blakmaður Hamars á aðalfundi Íþróttafélagsins í gær. Hugrún er vel að titlinum komin og hefur einnig verið tilnefnd blakmaður HSK. Til hamingju með tilnefningarnar, Hugrún. 

Íþróttamenn Hamars 2011

Á aðalfundi Íþróttafélagsins Hamars, sunnudaginn 4. mars 2012 var Íris Ágeirsdóttir, körfuknattleikskona Hamars, krýnd íþróttamaður Hamars ársins 2011.  Íris var fyrirliði og lykilmaður í meistaraflokki Hamars tímabilið 2010-2011. Það tímabil náði Hamar sínum besta árangri þegar kvennaliðið varð deildarmeistari IcelandExpress deildarinnar. Íris hefur svo staðið í stöngu í vetur þar sem hún fór í hjálparstarf til Tansaníu í mánaðartíma og eftir heimkomu drifið félaga sína áfram […]