Entries by

Skáningardagur yngri flokka knattspyrnudeildar

Skráningardagur yngri flokka knattspyrnudeildar Hamars.  Skráningar í flokka fyrir næsta vetur (1. sept til 28. feb.) í Hamarshöllinni verða fimmtudaginn 16. ágúst frá kl. 17:00-19:00 í Hamarshúsinu við Grýluvöll.  Æfingar frá 8. flokki (leikskólaaldur) og upp úr í boði fyrir stráka, stelpur, karla og konur!  Komið og æfið vinsælustu íþrótt veraldar við bestu aðstæður á […]

3. flokki gekk vel á Hvammstanga

Lagt var af stað úr Hveragerði í kringum níu á laugardagsmorgni í grenjandi rigningu. Hópurinn var fámennur en góðmennur og mikil tilhlökkun hjá drengjunum að fara að keppa. Ferðin norður tók örlítið lengri tíma en áætlað hafði verið sökum þess að þjálfarinn og fararstjórinn var alveg ókunnur sela- og ísbjarnaslóðum áfangastaðarins. Við komuna á Hvammstanga […]

Hamarspiltar völtuðu yfir Aftureldingu

Eftirfarandi umfjöllin er fengin frá Sunnlenska.is Hamar vann sannfærandi 4-0 sigur á Aftureldingu í 2. deild karla í knattspyrnu á Grýluvelli í kvöld. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik og bæði lið fengu ákjósanleg færi en tókst ekki að skora og því var staðan 0-0 í hálfleik. Hvergerðingar létu hins vegar sverfa til stáls í […]

Hamar-Afturelding í kvöld kl. 19:00

Hamarspiltar í meistaraflokki taka á móti Mosfellingunum í Aftureldingu á Grýluvelli í kvöld kl. 19:00  Hlutskipti liðanna í sumar hefur verið ólíkt, Afturelding að berjast um að komast upp um deild en strákarnir okkar að losa sig frá fallsætunum. Bæði lið hafa styrkt hópa sína nokkuð í félagaskiptaglugganum í þeirri von að ná sínum markmiðum […]

Íþrótta- og ævintýranámskeið

Markmið námskeiðanna er að kynnast fjölbreyttri útiveru og heyfingu. Farið er í stuttar fjallgöngur, göngu- og hjólaferðir, sund, ýmsa leiki og margt fleira skemmtilegt. Námskeiðin eru frá kl. 08:00 – 16:30 alla virka daga. Hægt að vera hálfan daginn. Boðið upp á gæslu frá kl 8 – 9 og 12 – 13. • Hópur 1: 6. – […]

Knattspyrnuþjálfarar óskast!

Knattspyrnudeild Hamars auglýsir eftir knattspyrnuþjálfara fyrir yngri flokka deildarinnar. Viðkomandi þurfa að geta hafið störf um mánaðarmótin ágúst/september, þegar æfingar hefjast í Hamarshöllinni. Nánari upplýsingar veitir Ólafur Jósefsson, yfirþjálfari, í síma 821-4583. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið: olijo@internet.is  

Knattspyrnusíðan uppfærð!

Síða knattspyrnudeildarinnar hér inn á Hamarsport hefur verið uppfærð.  Upplýsingar um stjórn, þjálfara, æfingatíma, leikmenn meistaraflokks, knattspyrnumenn Hamars og aðrar gagnlegar upplýsingar hafa verið uppfærðar til samræmis við núverandi stöðu og fyrirkomulag knattspyrnudeildarinnar. Þá hafa nýjar myndir verið settar inn í myndasöfn og blaðaútgáfur knattspyrnudeildarinnar gerðar aðgengilegar. 

Hamar-Njarðvík í kvöld!

Hamarsmenn leika í kvöld gegn Njarðvíkingum í 10. umferð 2. deildar Íslandsmóts KSÍ.  Njarðvíkingum var spáð góðu gengi á Íslandsmótinu en hafa verið að spara sig svolítið undanfarið. Gestirnir frá Suðurnesjum hafa yfir að ráða gríðarlega sterkum leikmönnum og er liðið erfitt viðureignar. Gestirnir ætla sér væntanlega ekkert annað en sigur því með flengingu í kvöld […]

-UPPFÆRT- Hamarshöllin rís, sjálfboðaliða vantar!

Nú er komið að því, Hamarshöllin er að rísa! Nú vantar okkur aftur á móti 25-30 sjálfboðaliða þriðjudaginn 3. júlí, miðvikudaginn 4. júlí og fimmtudaginn 5. júlí. Mæting er kl. 17:00 og stendur verkið yfir í einungis 3-4 tíma hvern dag. Á þessu myndbandi hér má sjá hvernig verkið gengur fyrir sig. Það er miklivægt að sem […]

Strandblakvöllur í Hveragerði

Nú er verið að leggja lokahönd á strandblakvöll í Hveragerði. Völlurinn er staðsettur við hlið sundlaugarinnar í Laugaskarði á skjólsgóðum og fallegum stað. Mun hann án efa verða lyftistöng þessarar ört vaxandi íþróttar á Íslandi.