Hamarspiltar í meistaraflokki taka á móti Mosfellingunum í Aftureldingu á Grýluvelli í kvöld kl. 19:00 

Hlutskipti liðanna í sumar hefur verið ólíkt, Afturelding að berjast um að komast upp um deild en strákarnir okkar að losa sig frá fallsætunum. Bæði lið hafa styrkt hópa sína nokkuð í félagaskiptaglugganum í þeirri von að ná sínum markmiðum fyrir lok tímabilsins. 

Fyrri leikur liðanna fór 2-1 fyrir Mosfellinga sem máttust teljast heppnir að landa sigri þar. Drengirnir okkar ætla ekki að láta heilladísirnar hanga í liði gestanna, heldur hafa þeir tekið dísunum opnum örmum og var lögð mikil áhersla að ganga frá félagaskiptum þeirra fyrir miðnætti í gær er félagaskiptagluggi KSÍ lokaðist. 

Það er því von á stórleik í kvöld á Grýluvelli kl. 19:00 og hvetjum við Hvergerðinga sem og aðra stuðningsmenn Hamars til að fjölmenna á völlinn og styðja Hamars til sigurs. 

Áfram Hamar!!!