Entries by

Messi segir að námið sé mikilvægt

Lionel Messi, leikmaður Barcelona, segir að það sé mikilvægt fyrir unga krakka að halda áfram að læra, jafnvel þó þeir vilji vera atvinnumenn í fótbolta. Argentínumaðurinn er af mörgum talinn einn besti knattspyrnumaður heims og viðurkennir hann sjálfur að námið hafi ekki alltaf verið númer eitt hjá sér. „Þegar ég var krakki, þá fannst mér […]

3. flokks mót á Grýluvelli um helgina

3. flokkur knattspyrnudeildar leikur á Íslandsmótinu um helgina. Leikið er á 7 manna velli og er leiktími hvers leiks 2 x 25 mínútur.  Strákarnir okkar leika 4 leiki yfir helgina, tvo á laugardeginum og svo aðra tvo á sunnudaginn.  Leikjaniðurröðun mótsins er hér: 

EM landsliða að hefjast-Leikjatafla mótsins

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að Evrópukeppni landsliða er um það bil að hefjast. Fyrsti leikur mótsins er settur á þann 8. júní kl. 16:00 að íslensku tíma er önnur gestgjafaþjóðin, Pólland, tekur á móti Grikklandi. Þar sem Evrópukeppnin er einn stærsti íþróttaviðburður heimsins eru áhorfendur og aðdáendur mótsins ekki einungis knattspyrnu- eða […]

Afturelding-Hamar í beinni

Hamarsmenn halda í víking til Mosfellsbæjar og leika þar gegn heimamönnum í Aftureldingu í kvöld kl.20:00. Við hvetjum auðvitað alla Hvergerðinga og aðra stuðningsmenn Hamars til að skella sér í Mosó til að styðja við bak sinna manna.   Þeir sem eiga þess ekki kost að bruna í bæinn geta stillt inn á sportradio.is og hlustað á […]

Engin stig á Grýluvelli í þessari umferð

Það voru vaskir Völsungar frá Húsavík sem mættu á Grýluvöll í gær er Hamarspiltar léku sinn annan leik í Íslandsmóti 2. deildar KSÍ. Veðrið lék við gesti sem og leikmenn en lítið fór fyrir “fagra leiknum” að hálfu heimamanna í þetta sinn.   Hamarspiltar virtust ákveðnari rétt til að byrja með en fengu á sig […]

Tap í bikarnum-Næsti leikur

Hamarspiltar féllu úr leik í bikarkeppni KSÍ í gær. Þrátt fyrir stuttbuxnaveður og blíðu inn í Kórnum, knattspyrnuhöll Kópavogsbúa, var algert frost í leik Hamarsmanna og lítið meira um það að segja.   Það verður því ekkert Hamarslið í pottinum er dregið verður í 32ja liða úrslit bikarkeppninnar og „mjólkurkúin“ af þessu túni því víðsfjarri […]

Bikarkeppni KSÍ í kvöld

Meistaraflokkur Hamars mætir til leiks í bikarkeppni KSÍ í kvöld er þeir heimsækja lið Augnabliks í knattspyrnukór Kópavogsbúa. Leikið verður innanhúss enda veðurfarið ekki verið upp á marga fiska undanfarið, þó Hamarsmenn kvarti ekki enda beiðni um þetta fyrirkomulag ekki komið frá Hveragerði, þó það komi sér vissulega vel í þessu tíðarfari. Leikurinn hefst stundvíslega […]

Jafntefli í fjörugum fyrsta leik

Hamarsmenn fengu í heimsókn til sín á Grýluvöll spræka Gróttupilta frá Seltjarnarnesi, sem spáð er 3. sæti í deildinni af forráðamönnum og fyrirliðum annarra liða samkvæmt vinsælli sparkspekingasíðu.   Það er þó nokkuð ljóst að fyrirliði Hamars og forráðamenn tikkuðu ekki Gróttuna ofar en sig sjálfa, því strax frá fyrstu mínútu tóku heimamenn völdin á […]