Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að Evrópukeppni landsliða er um það bil að hefjast. Fyrsti leikur mótsins er settur á þann 8. júní kl. 16:00 að íslensku tíma er önnur gestgjafaþjóðin, Pólland, tekur á móti Grikklandi. Þar sem Evrópukeppnin er einn stærsti íþróttaviðburður heimsins eru áhorfendur og aðdáendur mótsins ekki einungis knattspyrnu- eða íþróttafólk, heldur einnig almennir áhugamenn- og konur skemmtunar, gleði, sorgar og almennrar spennu í hæsta gæðaflokki. 

Vinsælt er að vinir, vinkonur, hópar og vinnustaðir komi sé upp keppni af einhverju tagi er giskað er á úrslit leikja mótsins. Meðfylgjandi er hér skjal með öllum leikjum riðlakeppni Evróðumótsins þar sem hægt er að færa inn spá og úrslit leikja. Viljum við því aðstoða og hvetja sem flesta til að setja upp skemmtilegan leik innan síns hóps (eða bara nota þetta fyrir sig sjálfa) og er hægt að skoða og prenta út skjalið hér.