Laugasport er rekið af Íþróttafélaginu Hamri og í samvinnu við Hveragerðisbæ. Í boði er tækjasalur þar sem flest tæki sem þarf til styrktar og kraftlyftinga eru til staðar. Þann 1. janúar 2019 opnaði nýtt Laugasport með nýjum tækjum og bættum búnaði. Aðstaða til líkamsræktar hefur aldrei verið jafn góð í Hveragerði.
Opnunartími Laugasports fer saman við opnunartíma sundlaugarinnar í Laugaskarði.