Laugasport er rekið af Íþróttafélaginu Hamri og í samvinnu við Hveragerðisbæ. Í boði er tækjasalur þar sem flest tæki sem þarf til styrktar og kraftlyftinga eru til staðar.

Sumaropnun 15. maí til 14. september

Mánudaga – föstudaga: 6:45 – 21:30

Laugar og -sunnudaga: 9:00 – 19:00

Vetraropnun 15. september – 14. maí

Mánudaga – föstudaga 6:45 – 20:30

Laugar og -sunnudaga: 10:00 – 17:30

Opnunartími á frídögum

  • Sumardagurinn fyrsti: 10:00 – 17:30
  • 1. maí: 10:00 – 17:30
  • Uppstigningardagur: 9:00 – 19:00
  • Hvítasunnuhelgin (27., 28., og 29. maí): 9:00 – 19:00
  • 17. júní: Lokað
  • Verslunarmannahelgin (5., 6., 7. ágúst): 9:00 – 19:00

Verðskrá

1 mánuður: 6.900 kr.

10 skipti: 14.000 kr.

3 mánuðir: 17.000 kr.

6 mánuðir: 27.000 kr.

12 mánuðir: 42.000 kr.

Áskrift 12 mánuðir 47.000 kr.

1) Öryrkjar, ellilífeyrisþegar og framhaldskólanemar og nemendur í 10. bekk fá 12% afslátt. 
2) Eldri borgarar, 67 ára og eldri, búsettir í Hveragerði fá frían aðgang að Laugasporti til kl 15 á daginn.
3) Greiðslumáti: Peningar, debet- eða kreditkort.

Umsjónarmaður Laugasports er Gunnar Ásgeir Halldórsson.

ÝMSAR REGLUR LAUGASPORTS

Komuskráningar:
1) Allir sem fara í tækjasal skulu skrá sig í afgreiðslu.

Innlagnir korta:
1) Samningar / kort sem borgast með einni greiðslu í byrjun samningstímans er hægt að leggja inn vegna meiðsla eða veikinda.
Þar af leiðandi er ekki hægt að leggja inn samninga/kort sem borgast með léttgreiðslum, alefli eða greiðsluseðlum.
2) Tilboðskort er ekki heimilt að leggja inn.

Aldurstakmark.
1) Aldurstakmark í tækjasal er 16 ár nema að fengnu leyfi þjálfara Laugasports.

Unglingakort.
1) Unglingakort þarf undirskrift þjálfara hjá Laugasporti til að öðlast gildi
2) Innskráningatími er til klukkan 16:00. Eftir klukkan 17:00 þarf að yfirgefa tækjasalinn.
3) Starfsmenn sundlaugarinnar hafa heimild til að vísa viðskiptavini á dyr ef hann fer ekki eftir ábendingum starfsmannsins (t.d. vegna hávaða eða lélegrar umgengni).

Almennar reglur:
Verðmæti viðskiptavina eru á þeirra eigin ábyrgð í stöðinni. Skápar eru til staðar í búningsklefum
Með því að samþykkja þessa skilmála staðfestir þú, að samkvæmt bestu vitund, sé þér óhætt að stunda líkamsrækt og að þér sé engin sérstök hætta búin af því heilsufarslega. Þú æfir á eigin ábyrgð.
Starfsmenn hafa rétt til þess að víkja þeim úr Laugasport sem ekki ganga sómasamlega um eða brjóta af sér í stöðinni eða gagnvart öðrum viðskiptavinum og starfsfólki.
Öll misnotkun áfengis, eitur- og ávanabindandi lyfja er með öllu óheimil innan Laugasports