Hamarspiltar féllu úr leik í bikarkeppni KSÍ í gær. Þrátt fyrir stuttbuxnaveður og blíðu inn í Kórnum, knattspyrnuhöll Kópavogsbúa, var algert frost í leik Hamarsmanna og lítið meira um það að segja.

 

Það verður því ekkert Hamarslið í pottinum er dregið verður í 32ja liða úrslit bikarkeppninnar og „mjólkurkúin“ af þessu túni því víðsfjarri þetta sumarið.

 

Nú er bara að snúa sér að alvörunni, keppni á Íslandsmótinu, því næstkomandi laugardag, þann 19. maí kl. 16:00 leika Hamarspiltar við Völsung frá Húsavík og skal sækja ekkert minna en 3 stig úr farangri Þingeyinga í þetta sinn.

 

Mætum öll á leikinn og styðjum Hamarsmenn til sigurs. Munið að kaupa ársmiða, sem veita ríflegan afslátt á leiki og styðja um leið við starf knattspyrnudeildarinnar.

 

Áfram Hamar!!!