Starf blakdeildar:

*Blakdeild Hamars stendur fyrir blakæfingum í yngri flokkum og fullorðinsflokkum karla og kvenna og er virkur meðlimur í Blaksambandi Íslands.
Auk þátttöku í Íslandsmótum á vegum BLÍ hefur deildin sent bæði karla og kvennalið til keppni á HSK mótum auk ýmissa skemmtimóta á vegum annara félaga.
Blakdeild hefur auk þess reglulega haldið Kjörísmótið, opið mót fyrir keppendur af ýmsum getustigum.

*Æfingar eru reglulega yfir tímabilið og má sjá æfingatöflu blakdeildar hér.

*Allir ættu að geta fundið æfingahóp við hæfi og eru æfingar í öllum flokkum opnar nema Úrvalsdeildarlið karla og A – lið kvenna. Mæting á þær æfingar þarf að vera í samráði við þjálfara.

Stjórn Blakdeildar Hamars skipa neðantaldir aðilar;

Formaður: Hafsteinn Valdimarsson

Gjaldkeri: Bryndís Sigurðardóttir

Ritari: Matthea Sigurðardóttir

Meðstjórnandi: Guðmundur Vignir Sigurðsson

Meðstjórnandi: Hilmar Sigurjónsson