Entries by

Hamar að styrkja sig í knattspyrnunni!

Eftir brotthvart Jóns Aðalsteins sem þjáflara Hamars í mfl. í fyrrahaust og ráðningu Salih Heimis Porca í hans stað var ljóst að einhver umskipti yrðu á leikmannahópnum milli ára. Nú er ljóst að Hamar hefur styrkt sig fyrir komandi átök í sumar með því að krækja í fimm nýja leikmenn.  Leikmennirnir sem um ræðir eru Andy Pew, Andri Magnússon, […]

Skýrsla formanns og ýmislegt annað

Aðalfundur blakdeildarinnar var haldinn 9. febrúar 2012. Stjórnin er að mestu óbreytt Harpa Dóra Guðmundsdóttir tekur við af Bryndísi Sigurðardóttir sem gaf ekki kost á sér. Hugrún Ólafsdóttir var kosin blakmaður Hamars 2011. Með því að fylgja hlekknum er hægt að skoða skýrslu formanns, fundargerð og erindi um Hugrúnu (blakmanni ársins).

Dósasöfnun Fimleikadeildar Hamars

Nú ætlum við að fara í dósasöfnunarleiðangur þriðjudaginn 31. janúar n.k. til að safna fyrir Fimleikadeild Hamars. Allir sem vettlingi geta valdið mæta endilega við íþróttahúsið í Hveragerði kl. 17:30 og þar verður skipt í hópa eftir hverfum.

Danskir / íslenskir bikarmeistarar

22. janúar síðastliðinn var mikill merkisdagur í blaki en þá unnir bræðurnir Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir danska bikarmeistaratitilinn með liði sínu Marienlyst.  Leikurinn var frábær skemmtum og vann Marienlyst hitt stórliðið í Danmörku (Gentofte) 25-14, 21-25, 25-22 og 25-18. Hafsteinn var hrikalegur í hávörn Marienlyst og fékk hann mikið hrós af sérfræðingum danska sjónvarpsins.   En […]

Parkour-námskeið Hamars

10 vikna námskeið í Parkour (götufimleikum) er að hefjast laugardaginn 28.jan í íþróttahúsi Hveragerðisbæjar. Í tilefni þess verður kynningaræfing núna nk. laugardag (21.jan) og eru allir velkomnir frá 8 ára aldri. Námskeiðið kostar 8000 kr. og er æfingartíminn frá 20:00-21:30. Tökum við skráningum á laugardag! -Fimleikadeild Hamars

Byrjum árið 2012 saman – Fundur 9.janúar

FUNDURINN 9.JAN VERÐUR KL: 17:00 – 18:00. Mjög mikilvægt að allir foreldrar/forráðamenn mæti. Þar verður boðið uppá skráningu fyrir vorönn 2012 í bæði fimleika og parkour, einnig verður boðið uppá fimleikafatnaðapantanir.  LÁTTU SJÁ ÞIG! -Fimleikadeild Hamars  

Badmintonmaður Hamars árið 2009

Bjarndís Helga Blöndal hefur verið útnefnd sem badmintonmaður Hamars árið 2009. Bjarndís Helga hefur æft badminton um nokkurra ára skeið og hefur stundað æfingarnar mjög reglulega og verið einstaklega iðin á æfingunum og lagt mikið á sig til að ná árangri. Bjarndís Helga er einstaklega prúður leikmaður, hvort heldur er innan vallar eða utan. Leikmaður […]