Entries by

20 ára afmælisblað Hamars

Í tilefni 20 ára afmælis Íþróttafélagsins í mars var ákveðið að gefa út afmælistimarit sem spannar sögu félagsins. Kosin var ritnefnd sem í sátu, Njörður Sigurðsson, Álfhildur Þorsteinsdóttir og Hjörtur Sveinsson. Um er að ræða 40 síðna blað með ýmsum fróðleik um deildir félagsins, viðtöl og myndir úr starfinu.  Blaðið kom úr prentun í gær og var […]

Karlablakliðið sigraði fyrsta leik

Hin þroskaða blaklið Hamars gerði sér lítið fyrir í fyrsta leik Íslandsmótsins í 2. deild að sigra ungviðið í HKb. Leikurinn fór illa af stað fyrir Hamarsmenn sem voru lengi í gang og töpuðu fyrstu tveimur hrinunum. Þá fór gamla díslilvélin að malla og Hamar vann næstu þrjár hrinur og þar með leikinn 3-2.  Góð byrjun hjá […]

Kvennalið Hamars í 4. deild

Kvennalið Hamars tók þátt í fyrstu turneringu af þremur í Íslandsmóti 4. deildar á Laugarvatni um helgina. Liðið lék 5 leiki, sigraði Álftanes b og Laugdæli en tapaði fyrir HK f, Dímon og Snæfelli. Ágætur árangur hjá stelpunum. Nr. Félag Leik Hrinur Stigaskor Hlutfall Stig 1 Umf. Hrunamenn 5 93 271202 3.001.34 12 2 Snæfell […]

Ódýrast að æfa fimleika hjá Hamri

Þessi skemmtilega en alls ekki óvænta niðurstaða kom út úr verðkönnun hjá ASÍ og dregið saman í grein í Morgunblaðinu 16.október 2012.  Mikill munur er á verði fyrir æfingar yngri krakka og verðmunurinn vel á annað hundrað % þar sem mest er. 

Sleggjan 2012 komin út!

Nú er Sleggjan, blað knattspyrnudeildarinnar, komið út. Að vanda er það meistara- og 2. flokksráð sem stendur fyrir útgáfunni. Vaskir drengir og menn meistara- og 2. flokks hafa verið að dreifa eintaki í hvert hús í Hveragerði undanfarið og ætti allir að hafa fengið eintak nú. Þá má nálgast Sleggjuna á helstu þjónustu- og samkomustöðum bæjarins.   Meistaraflokkur […]

Hamarsfólk í Berlínarmaraþoni

Fimm meðlimir skokkhóps Hamars skelltu sér til Berlínar og tóku þátt í maraþonhlaupi sunnudaginn 30. sept. Hlaupið er eitt það fjölmennasta í heimi en tæplega 40 þúsund þátttakendur eru í hlaupinu. Tímar Hamarmanna voru eftirfarandi:  Haukur Logi Michelsen 3:34:05 Sigríður Elísabet Sigmundsdóttir 3:47:30 Valdimar Hafsteinsson 3:49:50 Sigrún Kristjánsdóttir 4:04:22 Pétur Ingi Frantzson 4:13:41 Alls tóku um 120 Íslendingar þátt […]

Björn Þór Jónsson ráðinn þjálfari

Björn Þór Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari blakliða Hamars, kvenna og karla, veturinn 2012-2013. Björn Þór er Hamarsmönnum að góðu kunnur en hann hefur leikið með karlaliðinu undanfarin ár. Björn hefur þegar hafið störf og mikil gróska er þegar farin að sjást í starfi hans, þar sem mikil fjölgun iðkennda er í kvennaflokki deildarinnar. Býður […]

Æfingar að hefjast hjá knattspyrnudeild

Nú eru æfingar að hefjast aftur hjá knattspyrnudeildinni eftir örlítið hlé. Enn er þó bið á því að hægt verði að æfa í Hamarshöllinni vegna framkvæmda sem eru í gangi innandyra. Vonir standa til þess að um næstu mánaðarmót verði hægt að byrja að æfa í Hamarshöllinni en þangað til verður íþróttahúsið við Skólamörk og […]

Sæti í 2. deild að ári tryggt!

Hamarsmenn lutu í lægra haldi fyrir Njarðvík á útivelli í dag 2-1. Þrátt fyrir tapið eru Hamarspiltar öruggir með sæti í 2. deild næsta tímabil því Fjarðabyggð tapaði einnig sínum leik og getur ekki náð okkar mönnum að stigum þegar einni umferð er ólokið því á milli liðanna skilja fimm stig.  Leikurinn í dag var […]