Nú er Sleggjan, blað knattspyrnudeildarinnar, komið út. Að vanda er það meistara- og 2. flokksráð sem stendur fyrir útgáfunni. Vaskir drengir og menn meistara- og 2. flokks hafa verið að dreifa eintaki í hvert hús í Hveragerði undanfarið og ætti allir að hafa fengið eintak nú. Þá má nálgast Sleggjuna á helstu þjónustu- og samkomustöðum bæjarins.  

Meistaraflokkur knattspyrnudeildar gaf út sitt fyrsta rit sumarið 2004 sem þá var nefnt leikskrá, það sama var upp á teningnum árið 2005. Þóttu blöð þeirra ára mjög vel heppnuð ásamt því að vera skemmtileg og fræðandi um það starf sem var í gangi hjá knattspyrnudeildinni. Útgáfa ársins 2006 fékk nafnið Sleggjan og leikskrá meistaraflokksins nafnið Naglinn (Hamar-Sleggjan-Naglinn…). 

Naglinn var gefinn út í tvö ár en Sleggjan hélt áfram til og með 2008. Hamar hefur á þessum tíma gefið út hvorki meira né minna en 6.000 eintök af leikskránni og Sleggjunni, um 14.400 eintök af Naglanum og óteljandi dreifibréf fyrir leiki félagsins. 

Sleggjan hefur nú verið endurvakin og er í ár sú veglegasta sem gefin hefur verið út og stærsta eintakið til þessa, þökk sé frábærum stuðnings- og styrktaraðilum knattspyrnudeildarinnar. 
  
Knattspyrnudeildin vonar að lesendur hafi jafn gaman af lestri Sleggjunnar og okkur þótti að gefa hana út 🙂 

Til að nálgast Sleggjuna á tölvutæku formi, smellið  HÉR.

Fyrri útgáfur Sleggjunar og Naglans er hægt að skoða þær HÉR