Fimm meðlimir skokkhóps Hamars skelltu sér til Berlínar og tóku þátt í maraþonhlaupi sunnudaginn 30. sept. Hlaupið er eitt það fjölmennasta í heimi en tæplega 40 þúsund þátttakendur eru í hlaupinu. Tímar Hamarmanna voru eftirfarandi: 

Haukur Logi Michelsen 3:34:05 
Sigríður Elísabet Sigmundsdóttir 3:47:30 
Valdimar Hafsteinsson 3:49:50 
Sigrún Kristjánsdóttir 4:04:22 
Pétur Ingi Frantzson 4:13:41

Alls tóku um 120 Íslendingar þátt í hlaupinu.