Björn Þór Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari blakliða Hamars, kvenna og karla, veturinn 2012-2013. Björn Þór er Hamarsmönnum að góðu kunnur en hann hefur leikið með karlaliðinu undanfarin ár. Björn hefur þegar hafið störf og mikil gróska er þegar farin að sjást í starfi hans, þar sem mikil fjölgun iðkennda er í kvennaflokki deildarinnar. Býður blakdeild Hamars Björn Þór velkominn til starfa.